21 jún
Lýðheilsuvísar 2017

Lýðheilsuvísar, sem nú koma út í annað sinn, eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Þeir eru settir fram til að veita yfirsýn og auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðu heilbrigðisumdæmanna. Ekki verður ætíð um sömu lýðheilsuvísa að ræða enda geta gögn verið þess eðlis að safna þarf upplýsingum yfir lengri tíma til að sjá breytingar í litlu samfélagi. Að sama skapi eru ekki alltaf miklar breytingar frá ári til árs. Allar upplýsingar um Lýðheilsuvísa 2017 má finna á heimasíðu Embættis landlæknis.

Lesa meira
04 nóv
Takmörkum neyslu á unnum kjötvörum

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), International Agency for Research on Cancer (IARC), birti vísindagrein úr skýrslu mánudaginn 26. október sl. þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna á neyslu á unnum kjötvörum og rauðu kjöti og áhættu á krabbameini. Unnar kjötvörur eru þar flokkaðar sem krabbameinsvaldandi og settar í sama flokk og t.d. reykingar, áfengi og asbest. Það þýðir þó ekki að það sé jafnhættulegt að borða unnar kjötvörur og að reykja.

Lesa meira