Áhrif á heilsu

Áfengi, eins og önnur vímuefni, hefur áhrif á miðtaugakerfi og er í raun sljóvgandi vímuefni. Ýmsar aukaverkanir fylgja neyslu áfengis, t.d. víkkun æða, aukin þvaglát, aukin saltsýrumyndun í maga og breytingar í fituefnaskiptum. Þá eru ótaldir þeir alvarlegu sjúkdómar sem rekja má til langvarandi áfengisneyslu, þ.á.m. alvarlegar og jafnvel banvænar skemmdir á lifrinni, meltingartruflanir, ýmsir geðrænir kvillar og aukin hætta á hjartasjúkdómum og krabbameini og sérstakleg á brjóstakrabbameini hjá konum. Þetta á sérstaklega við um þegar áfengisneyslan telst vera meiri en hófdrykkja eða við áfengissýki.

Skaðleg áhrif áfengis

Hér getur þú lesið um ýmsar aukaverkanir sem fylgja neyslu áfengis. T.d. víkkun æða, aukin þvaglát, aukin saltsýrumyndun í maga og breytingar í fituefnaskiptum. Þá eru ótaldir þeir...

Lesa meira

Áfengi og meðganga

Mikil áfengisneysla á meðgöngu getur haft í för með sér varanlegan skaða t.d. fæðingargalla í andliti og vanskapaða útlimi.

Lesa meira

Ávani

Áfengisfíkn getur leitt til afar mikillar líkamlegrar og andlegrar fíknar sem að ýmsu leyti minnir á kókaínfíkn og heróínfíkn.

Lesa meira

Útgefið efni

Hér getur þú sótt útgefið efni um áfengi. Þar á meðal eru bæklingar, plaggöt og greinar.

Lesa meira