2014vinakur

Í mörgum löndum er framleiðsla og sala á áfengi tekjulind fyrir bændur, framleiðendur, auglýsingastofur og fjárfesta. Áfengi er einnig atvinnuskapandi, t.d. fyrir þjóna og annað framreiðslufólk, það aflar gjaldeyristekna vegna útflutnings og ríkissjóður hagnast vegna álagningar áfengisgjalds. Áfengi er því efnahagslega mikilvægt, hvernig sem á það er litið.

En ábatinn af sölu og framleiðslu á áfengi er samfélaginu afar dýrkeyptur. Það er einkum þrennt sem leiðir til þess að áfengi veldur svo miklu líkamlegu, andlegu og félagslegu tjóni:

  1. eitrun í líkamanum, 
  2. víma og 
  3. ánetjun (fíkn).


Áfengi hefur bæði beina og óbeina eiturverkun á mörg líffæri og á starfsemi líkamans.

Meginskýringuna á samfélagslegu tjóni af áfengi má rekja til þessara eituráhrifa, þ.e. áfengisvímunnar. Tengsl milli áfengisvímu og skaða eru þó skýr og greinileg, sérstaklega hvað varðar ofbeldi, umferðarslys eða önnur slys. Áfengissýki orsakast af mörgum samverkandi þáttum, m.a. erfðum, en hún kemur fram við sífellda neyslu áfengis. Hættan eykst við meiri neyslu.


Eitrunaráhrifin, víman og fíknin eru nátengd drykkjuvenjum viðkomandi, þ.e.a.s. neysluvenjum hvers einstaklings. Neysluvenjur, sem auka ört áfengismagn í blóði, leiða af sér vandamál sem rekja má til skyndilegrar vímu, t.d. óhöpp, slys og ofbeldi. Á sama hátt leiðir mikil og tíð drykkja til langvinns heilsutjóns, s.s. skorpulifrar, hjarta- og æðasjúkdóma og þunglyndis. Að lokum leiðir sídrykkja til mikillar áfengisfíknar. Þegar fíknin er komin fram minnkar geta drykkjumannsins til að hafa stjórn á tíðni og neyslumagni. Þess vegna er áfengi engin venjuleg neysluvara því verða aðgerðir að taka mið af samfélaginu og vera í samræmi við það tjón sem rekja má til áfengisneyslu.

Sjá samantekt úr bókinni Alcohol: No Ordinary Commodity – Research and Public Policy HÉR.