MargirHætta vegna skaðlegrar neyslu áfengis ræðst af aldri, kyni og öðrum líffræðilegum þáttum neytandans. Auk þess skiptir það máli hversu mikil neyslan er, við hvaða aðstæður og í hvaða samhengi áfengis er neytt. Áfengi er þriðji stærsti áhættuþáttur í heimi fyrir sjúkdómabyrði og annar stærsti áhættuþátturinn í Evrópu. Árlega deyja um 320.000 manns á aldrinum 15 til 29 ára af orsökum tengdum áfengisneyslu, sem er 9% af öllum dauðsföllum í þeim aldurshópi. Áfengisneysla móður á meðgöngu getur valdið fósturskaða og vandkvæðum fyrir fæðingu, sem eru skaðleg heilsu og þroska barnsins.

Áhrif áfengisneyslu á sjúkdómum og meiðsl er að miklu leyti ákvarðaður af tveimur aðskildum en tengdum þáttum neyslunnar:

  • heildarmagn þess áfengis sem neytt er og
  • neyslumynstur.

Fjölbreytt neyslumynstur áfengis, allt frá einstaka ölvunardrykkju til dagneyslu, getur valdið verulegum vandamálum er varða lýðheilsu og öryggi í næstum öllum löndum. Eitt helsta einkenni áhættusamrar drykkju er umfang óhóflegrar áfengisneyslu sem er skilgreind sem neysla á 60 gr. eða meira af hreinu áfengi.

 

Leiðir til að draga úr byrði af skaðlegri notkun áfengis

Draga má verulega úr heilsufars-, öryggis- og félagshagfræðilegum vandamálum sem rekja má til áfengisneyslu. Það krefst aðgerða á öllum sviðum neyslunnar; neyslu mynstur og samhengi áfengisneyslunnar sem og annarra félagslegra áhrifaþátta heilsu.

Samfélög hafa fyrst og fremst ábyrgð á mótun, framkvæmd, eftirliti og mati á stefnu stjórnvalda til að draga úr skaðlegri neyslu áfengis. Veruleg vísindaleg þekking er til staðar fyrir stefnumótandi aðila um virkni og hagkvæmni af eftirfarandi leiðum:

  • stýring á markaðssetningu áfengis, (einkum fyrir ungt fólk);
  • stýring og takmarkað aðgengi að áfengi;
  • innleiðing viðeigandi stefnu um ölvunarakstur;
  • draga úr eftirspurn með skattlagningu og verðlagningu;
  • auka þekkingu og stuðning við áfengisstefnuna;
  • að veita aðgengilega og ódýra meðferð fyrir fólk vegna misnotkunar á áfengi eða vegna  áfengissýki; og 
  • innleiða skimun og stutt inngrip vegna áhættusamrar eða skaðlegrar neyslu áfengis.

Árangursrík framkvæmd áfengisstefnu þarfnast samstilltra aðgerða í hverju landi, árangursríkri alþjóðlegri stjórnsýslu og viðeigandi þátttöku allra viðkomandi hagsmunaaðila. Með því að vinna saman er hægt að draga úr neikvæðum heilbrigðis- og félagslegum afleiðingum áfengisneyslu.