• Skaðleg neysla áfengis leiðir til um 2,5 milljóna dauðsfalla á hverju ári.
  • Árlega deyja um 320.000 manns á aldrinum 15 til 29 ára af orsökum tengdum áfengisneyslu, sem er 9% af öllum dauðsföllum í þeim aldurshópi.
  • Áfengi er þriðji stærsti áhættuþáttur í heimi fyrir sjúkdómabyrði og annar stærsti áhættuþátturinn í Evrópu.
  • Áfengisneysla er tengd mörgum alvarlegum vandamálum, bæði félagslegum og líkamlegum, m.a. ofbeldi, vanrækslu og misnotkun barna og fjarvistum frá vinnu.


Skaðleg neysla áfengis er alþjóðlegt vandamál sem ógnar bæði þróun einstaklinga og samfélaga. Hún leiðir til 2,5 milljónir dauðsfalla á ári hverju. Neyslan veldur einnig skaða langt út fyrir líkamlega og andlega heilsu neytandans. Hún hefur einnig áhrif á heilsu og líðan þeirra sem eru í umhverfi neytandans. Einstaklingur undir áhrifum áfengis getur skaðað aðra eða sett þá í hættu á umferðarslysum, með ofbeldisfullri hegðun eða haft neikvæð áhrif á vinnufélaga, ættingja, vini eða ókunnuga. Á þennan hátt geta áhrif skaðlegrar neyslu áfengis náð djúpt inn í samfélagið.

lina

Skaðleg áfengisneysla er stór þáttur í þróun sjúkdóma tengda taugakerfinu, svo sem áfengissýki og flogaveiki og öðrum lífstílssjúkdómum eins og hjarta-og æðasjúkdóma, skorpulifur og ýmis krabbamein. Skaðleg neysla áfengis er einnig tengd við nokkra smitsjúkdóma eins og HIV/alnæmi, berkla og kynsjúkdóma. Það er vegna þess að áfengisneysla veikir ónæmiskerfið og hefur neikvæð áhrif á viðbrögð sjúklinga við andretróveiru meðferð.

Stór hluti af sjúkdómabyrði sem rekja má til skaðlegrar áfengisneyslu stafar af óhöppum og meiðslum þar á meðal vegna umferðarslysa, ofbeldis og sjálfsvíga. Banvæn slys vegna áfengisneyslu eru algengari í yngri aldurshópum.