Hvernig á maður að skrá sig á heilsuhegdun.is?

Svar: Þú getur skráð þig með því að velja nýskrá þegar þú smellir á innskráningarhnappinn efst á síðunni og fara í gegnum skráningarferlið. Viljir þú skrá þig inn í gegnum Facebook getur þú seinna breytt notandanafni þínu með því að fara inn á Mínar síður og velja hnappinn stillingar. 

Hvað fæ ég með því að skrá mig á heilsuhegdun.is?

Svar: Ef þú skráir þig færðu aðgang að rafrænni dagbók og ýmsu efni sem þú getur notað til aðstoða þig við að breyta þinni heilsuhegðun. Þú getur til dæmis geymt niðurstöður prófa og borið saman niðurstöður seinna meir. Einnig getur þú borið niðurstöður þínar saman við niðurstöður nýlegra kannana á heilsuvenjum Íslendinga.

Ég er búin(n) að týna aðgangsorðinu/notandanafninu. Hvað á ég að gera?

Svar: Ef þú smellir á týnt aðgangsorð fyrir neðan innskráningarreitinn og slærð síðan inn annaðhvort notandanafn eða netfang, sem þú gafst upp þegar þú skráðir þig á síðuna, færðu sent bæði aðgangsorðið þitt og notandanafn í tölvupósti.

Ég get ekki spilað kynningarmyndbandið í tölvunni minni. Hvað er að?

Svar: Þú verður að hafa Adobe Flash Player uppsett til að geta spilað myndbandið. Þetta forrit geturðu sótt á netið með því að smella á reitinn hérna. Sækja Adobe Flash Player.

Hvernig get ég lesið PDF-skjöl?

Svar: Þú þarft forrit sem les slík skjöl. Þú getur sótt Acrobat Reader á netið ókeypis hérna. Sækja Acrobat Reader.

Hvað gerist ef ég skrái mig af heilsuhegdun.is?

Ef þú afskráir þig af síðunni gerist þetta:

  • Þú missir aðganginn að Mínar síður og því sem þar er boðið upp á.
  • Þú getur ekki lengur skrifað á umræðusíðuna á tóbakshlutanum en þú getur áfram lesið það sem aðrir skrifa á hana.