04. sep
Hvernig breytum við lifnaðarháttum okkar?

Flest okkar komast einhvern tíma á þann tímapunkt í lífinu að viðurkenna, að minnsta kosti innst inni, að við verðum að gera eitthvað til að breyta lifnaðarháttum okkar: líkamlega og andlega er óbreytt ástand óásættanlegt og núna er tíminn kominn. Hvernig förum við að því að breyta hegðun? Hér á eftir er í stórum dráttum farið yfir það sem gerist, hvort sem um er að ræða að hætta að reykja, hætta eða fara að drekka áfengi í hófi í stað óhófs, byrja að stunda líkamsrækt, borða hollari mat eða einhverja aðra hegðunarbreytingu.

Lesa meira
30. jún
Áfengi, karlar og krabbamein

Karlar drekka mun oftar og meira en konur, samkvæmt könnun á áfengisvenjum íslendinga frá árinu 2004. Þeir drekka nánast þrefalt meira eða 72% alls áfengis sem neytt er í landinu. Árið 2008 voru seldir hér á landi 20.380 þúsund lítrar af áfengi og er þá ótalið allt það áfengi sem landsmenn neyta í útlöndum.

Lesa meira
29. jún
Hófleg og óhófleg neysla áfengis

Neysla áfengis hefur verið við lýði á Íslandi frá upphafi byggðar, með öllu því sem henni fylgir. Því er eðlilegt að fólk spyrji hvort ekki sé óhætt að neyta áfengis í hófi - en við þeirri spurningu er ekkert einfalt svar. Vegna þess hve líkaminn bregst misjafnlega við áfengi er erfitt að segja ákveðið til um hættulaus mörk áfengisneyslu.

Lesa meira
28. jún
Forvarnir og áfengisneysla

Það voru ánægjulegar niðurstöður sem kynntar voru 2011 um vímuefnaneyslu íslenskra unglinga. Niðurstöðurnar voru afrakstur samstarfsverkefnis 36 landa í Evrópu þar á meðal Íslands.

Lesa meira
23. jún
Bjór er líka áfengi

Hvað flokkast undir áfengi? Samkvæmt 2.gr. áfengislaga er áfengi skilgreint á eftirfarandi hátt: ,,Samkvæmt lögum þessum telst áfengi hver sá neysluhæfur vökvi sem í er að rúmmáli meira en 2,25% af hreinum vínanda.

Lesa meira