Niðurstöður ESPAD könnunar á 15-16 ára unglingum frá 2011.


Það voru ánægjulegar niðurstöður sem kynntar voru 2011 um vímuefnaneyslu íslenskra unglinga. Niðurstöðurnar voru afrakstur samstarfsverkefnis 36 landa í Evrópu þar á meðal Íslands.

Verkefnið er það fimmta í röðinni undir yfirskriftinni ESPAD (The European School Project on Alcohol and Other Drugs). Óhætt er að segja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Niðurstöður frá árinu 2011 sýna að heldur hefur dregið úr reykingum, áfengisneyslu og lotudrykkju íslenskra unglinga á aldrinum 15-16 ára og ber að fanga því. Í samanburði við meðaltöl frá ESPAD er Ísland í hópi þeirra landa þar sem er vímuefnanotkun er sjaldgæfari en annarstaðar. Þeir unglingar sem tóku þátt töldu aðeins þriðjung af meðaltali könnunarinnar þegar kemur að reykingum og mikilla drykkjudaga á síðustu 30 dögum, sjá Mynd 1 fyrir frekari samanburð. Áhugavert er að skoða niðurstöður frá 2011 í samanburði við þær frá 2007. Áfengisdrykkja yfir síðustu 12 mánuði stóð í stað og var 43%. Þar að auki hélt prósenta þeirra unglinga sem drukku áfengi síðastliðna 30 daga áfram að lækka frá 2007, en hún fór úr 31% í 17%. Neysla á kannabisefnum, sniffefnum og róandi lyfjum án lyfseðils yfir ævina virðist hinsvegar standa í stað frá árinu 2007. Í heildina er ástæða til að óska íslenskum unglingum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þessar niðurstöður.

Espad (1)
Mynd.
 Ísland í samanburði við Evrópulönd í ESPAD könnuninni 2011. 

*Fimm eða fleiri drykkir í einni lotu.
↓ Lækkun frá 2007.
– Engin breyting frá 2007.