Hversu vel eiga lýsingarnar hér á eftir við þig og áfengisvenjur þínar? Skoðaðu hverja fullyrðingu hér á eftir og merktu í þann reit sem best á við þig. Að því loknu færðu svarið um hvort áfengisneysla þín sé líkleg til að valda heilsufarstjóni.

AUDIT (Alcohol Use Disorder Identification Test) er 10 atriða skimunarpróf útbúið af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) til að meta áfengisneyslu, neysluvenjur og vandamál tengd áfengisneyslu. Prófið kemur ekki í stað greiningar fagaðila en getur gefið vísbendingar um hvort neysluvenjur einstaklinga séu skaðlegar. Hafir þú áhyggjur af áfengisneyslu þinni eða annarra er mælt með að þú leitir til fagaðila. 

Skref 1

Hvert er kyn þitt
Hversu oft færð þú þér áfengan drykk?
Hversu marga áfenga drykki færð þú þér á venjulegum degi þegar þú drekkur?
Hversu oft færð þú þér 6 eða fleiri drykki þegar þú neytir áfengis?

Skref 2

Hversu oft á síðastliðnu ári áttaðir þú þig á því að þú gast ekki hætt að drekka þegar þú varst á annað borð byrjuð/byrjaður?
Hversu oft á síðastliðnu ári gastu ekki sinnt eðlilegum skyldum þínum út af drykkju
Hversu oft á síðastliðnu ári hefur þú þurft að fá þér áfengi að morgni til að koma þér af stað eftir mikla drykkju?
Hversu oft á síðastliðnu ári hefur þú fundið til eftirsjáar eða sektarkenndar eftir drykkju?
Hversu of á síðastliðnu ári hefur þú ekki getað munað það sem gerðist kvöldið áður vegna þess að þú hafðir drukkið áfengi?

Skref 3

Hefur þú eða einhver annar slasast eða meiðst vegna drykkju þinnar?
Hefur ættingi, vinur, læknir eða annar heilsugæslustarfsmaður haft áhyggjur af drykkju þinni eða stungið upp á því að þú minnkaðir eða hættir neyslu áfengis?

Niðurstöður

Stig samtals:
Áfengisdrykkja þín er ólíkleg til að valda heilsufarsvandamálum

Ef áfengisneysla þín verður ekki meiri en þú hefur lýst hér er ólíklegt að hún hafi skaðleg áhrif á heilsu þína. Mundu þó að því minna því betra.

Drykkja þín er líkleg til að valda heilsufarsvandamálum

Miðað við svör þín hér í dag gefur drykkjumynstur þitt til kynna að áfengisneyslan sé líkleg til að vera skaðleg heilsu þinni.

Byrja aftur