2014_hlaupa


- Það er undir þér komið   Prenta pdf skjal

Það er undir þér komið hvort og hvenær þú breytir drykkjuvenjum þínum. Aðrir geta veitt þér aðstoð en þetta er þín ákvörðun. Að vega og meta kostina og gallana getur hjálpað.

 

Kostir: Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að breyta um lífsstíl?

□ bæta heilsuna  □ létta mig eða komast í form
□ bæta sambandið   □ spara peninga
□ forðast timburmenn □ forðast frekari vandræði
□ gera betur í vinnu eða námi □ að standast eigin væntingar
□ ______________________  □ ______________________
□ ______________________ □ ______________________

Gallar: Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að breyta ekki um lífsstíl?

□ ______________________ □ ______________________   
□ ______________________    □ ______________________   

Berið saman kostina og gallana. Merkið* sérstaklega við mikilvægustu ástæðurnar.

Er munur á þeirri stöðu sem þú ert í núna og þeirri sem þú vildir helst vera í?

 

Tilbúin/-n?

Ertu tilbúin/-n til að breyta drykkju þinni? Ef svo, þá eru næstu skref mikilvæg. En láttu þér

ekki koma á óvart þótt þú finnir fyrir blendnum tilfinningum. Þú gætir þurft að endurmeta

ákvarðanir þínar þar til þú ert fullkomlega sátt/ur við þær.

Ef þú ert ekki tilbúin/-n til að breyta eru hér nokkur atriði sem þú getur íhugað:

  • Skráðu neyslu þína, hversu oft og hve mikið þú drekkur.
  • Fylgstu með áhrifunum sem drykkjan hefur á þig.
  • Gerðu, eða endurtaktu, lista yfir kosti og galla breytinga.
  • Taktu á öðrum málum sem hugsanlega koma í veg fyrir breytinguna.
  • Óskaðu eftir aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki, vini eða einhverjum sem þú treystir.