2014_Tekk
 • Drekktu ekki of mikið í hvert sinn.
 • Fáðu þér aðeins áfengi í tengslum við máltíðir.
 • Bjóddu upp á óáfenga drykki til jafns á við áfenga.
 • Drekktu vatn til að slökkva þorstann.
 • Slepptu áfengi á virkum dögum.
 • Settu tímamörk hvenær þú hættir að drekka, t.d. ekki áfengi eftir miðnætti.
 • Stjórnaðu áfengisneyslunni þegar þú býður til veislu. Minna er betra.
 • Svaraðu sannleikanum samkvæmt: „Nei, takk – ég hef fengið nóg!“
 • Taktu þér áfengisfrí.
 • Fáðu þér ekki áfengi vegna kvíða, leiða eða einmanaleika.
 • Neyttu áfengis að hámarki eitt kvöld í viku.
 • Þrýstu ekki á aðra að drekka áfengi.

 

Konur og karlar

Sýnt hefur verið fram á að áfengi hefur meiri áhrif á konur en karla. Konur þola u.þ.b. 30% minna af áfengi heldur en karlar (þ.e. verða drukknar af minna magni).

Ástæðurnar fyrir því eru:

 • Konur eru yfirleitt minni og léttari en karlar og sama magn af áfengi hefur mun meiri áhrif á litla manneskju en stóra.
 • Konur hafa minna vatn í líkamanum en karlar, vatnið í líkamanum þynnir út áfengið.
 • Konur hafa minna af ensími sem brýtur niður áfengi svo það hverfi úr líkamanum.