Að byggja upp líf án áfengis getur verið erfitt. Það getur því verið mikilvægt að:

- fræða vini og fjölskyldu 

- finna sér ný áhugamál og nýjar félagslegar aðstæður ef þarf

- finna ánægjulegar leiðir, sem ekki innihalda áfengisdrykkju til þess að eyða tíma þínum

- biðja aðra um hjálp

Þegar beðið er um hjálp frá vinum, maka eða ættingjum vertu þá nákvæm/ur. Biddu fólk til dæmis um að:


- bjóða þér ekki áfengi

- vera ekki með áfengi nálægt þér

- styðja þig án þess að gagnrýna þig

- biðja þig ekki um að taka á þig mikla ábyrgð eins og stendur

- fara á fund hjá til dæmis Al-Anon sem er stuðningshópur fyrir aðstandendur alkóhólista.

2014_hjalpa


Íhugaðu að stunda fundi hjá til dæmis AA samtökunum eða öðrum svipuðum samtökum. Fólk í bata sem stundar fundi reglulega stendur sig yfirleitt betur í að halda sig frá áfengi en þeir sem ekki stunda svona fundi. Hópar eins og þessir geta verið mjög mismunandi og því mikilvægt að finna sér hóp sem manni líður vel í og ekki hætta alveg ef þér líkar ekki fyrsti hópurinn. Þú getur fengið meira út úr fundarsókn ef þú ert virkur þátttakandi, færð einhvern til að vera stuðningsaðilann þinn og biður um stuðning frá öðrum hópmeðlimum.