Hér má finna efni fyrir fagfólk um leiðir til að aðstoða skjólstæðinga við lífstílsbreytingar. 

Efnið var upprunalega á vefsíðunni Frjáls.is sem var unnin af Lýðheilsustöð í samráði við Landlæknisembættið, Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vefsíðan var síðan á vegum áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis og er nú aðgengileg á pdf skjali hér á heilsuhegðun.is/fagfolk. Skjalinu má einnig hala niður og vista í tölvunni í heild sinni eða eftir flokkum. 

Efnið er fyrst og fremst ætlað þeim sem þegar eru starfandi innan heilbrigðiskerfisins en getur einnig nýst öðru fagfólki vel. Vefsíðunni er jafnframt ætlað að styðja við notkun klínískra leiðbeininga um tóbaks- og áfengismeðferð í heilsugæslunni. Á sérstökum síðum er efni ýmsa áhrifaþætti heilbrigðis og um meðferð til dæmis við tóbaksfíkn og óhóflegri áfengisneyslu. Þar er ýmislegt ítarefni, gögn og fræðsluefni fyrir skjólstæðinga, sem og sjálfspróf og æfingar sem nýta má til að efla færni í áhugahvetjandi samtali. Stuðst er við fræðsluefni af vefsíðunum SOMRA.se og SOMT.se með þeirra leyfi.

Lífstilsbreytingar