21. jún
Lýðheilsuvísar 2017

Lýðheilsuvísar, sem nú koma út í annað sinn, eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Þeir eru settir fram til að veita yfirsýn og auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðu heilbrigðisumdæmanna. Ekki verður ætíð um sömu lýðheilsuvísa að ræða enda geta gögn verið þess eðlis að safna þarf upplýsingum yfir lengri tíma til að sjá breytingar í litlu samfélagi. Að sama skapi eru ekki alltaf miklar breytingar frá ári til árs. Allar upplýsingar um Lýðheilsuvísa 2017 má finna á heimasíðu Embættis landlæknis.

Lesa meira
04. nóv
Takmörkum neyslu á unnum kjötvörum

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), International Agency for Research on Cancer (IARC), birti vísindagrein úr skýrslu mánudaginn 26. október sl. þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna á neyslu á unnum kjötvörum og rauðu kjöti og áhættu á krabbameini. Unnar kjötvörur eru þar flokkaðar sem krabbameinsvaldandi og settar í sama flokk og t.d. reykingar, áfengi og asbest. Það þýðir þó ekki að það sé jafnhættulegt að borða unnar kjötvörur og að reykja.

Lesa meira
07. okt
Skráargatið

Skráargatið er opinbert næringarmerki sem gerir það auðveldara að velja hollari matvörur þegar keypt er inn. Kröfur til matvæla, sem fá merkið, byggjast á viðurkenndum atriðum er snerta samhengi næringar og heilsu.

Lesa meira
04. sep
Hvernig breytum við lifnaðarháttum okkar?

Flest okkar komast einhvern tíma á þann tímapunkt í lífinu að viðurkenna, að minnsta kosti innst inni, að við verðum að gera eitthvað til að breyta lifnaðarháttum okkar: líkamlega og andlega er óbreytt ástand óásættanlegt og núna er tíminn kominn. Hvernig förum við að því að breyta hegðun? Hér á eftir er í stórum dráttum farið yfir það sem gerist, hvort sem um er að ræða að hætta að reykja, hætta eða fara að drekka áfengi í hófi í stað óhófs, byrja að stunda líkamsrækt, borða hollari mat eða einhverja aðra hegðunarbreytingu.

Lesa meira
01. júl
Drögum úr saltneyslu

Þrátt fyrir að saltneysla hafi minnkað um 5% frá árinu 2002 borða Íslendingar enn of mikið salt. Þetta sýna niðurstöður landskönnunar á mataræði meðal fullorðinna sem fram fór 2010–2011. Meðalneysla karla á salti er a.m.k. 9,5 g og kvenna 6,5 g á dag.

Lesa meira
30. jún
Áfengi, karlar og krabbamein

Karlar drekka mun oftar og meira en konur, samkvæmt könnun á áfengisvenjum íslendinga frá árinu 2004. Þeir drekka nánast þrefalt meira eða 72% alls áfengis sem neytt er í landinu. Árið 2008 voru seldir hér á landi 20.380 þúsund lítrar af áfengi og er þá ótalið allt það áfengi sem landsmenn neyta í útlöndum.

Lesa meira
30. jún
Heilkorn, hnetur og fæðutrefjar stuðla að jafnvægi í þyngd

Heilkorn, hnetur og fæðutrefjar voru þeir einstöku fæðuþættir sem reyndust verndandi í flestum rannsóknum. Hins vegar ýtir rífleg neysla á kjöti, sælgæti og öðrum sætindum, fínunnum kornvörum og almennt orkuþéttum mat undir þyngdaraukningu eða aukið mittismál. Ekkert var hægt að álykta um tengsl hlutfallslegrar skiptingar orkuefnanna í fæði og langtíma þyngdarbreytinga eða breytinga á ummáli mittis þar sem rannsóknaniðurstöður voru misvísandi.

Lesa meira
29. jún
Hófleg og óhófleg neysla áfengis

Neysla áfengis hefur verið við lýði á Íslandi frá upphafi byggðar, með öllu því sem henni fylgir. Því er eðlilegt að fólk spyrji hvort ekki sé óhætt að neyta áfengis í hófi - en við þeirri spurningu er ekkert einfalt svar. Vegna þess hve líkaminn bregst misjafnlega við áfengi er erfitt að segja ákveðið til um hættulaus mörk áfengisneyslu.

Lesa meira
29. jún
Heilkornabrauð - holla valið

Talað er um heilkornavörur þegar allt sem var upphaflega í korninu er enn til staðar og ekkert hefur verið sigtað frá eftir mölun. Heilkornavörur geta því ýmist innihaldið heil og ómöluð korn eða fínmalað mjöl og eru þá ennþá öll næringarefni kornsins til staðar, þ.e. vítamín, steinefni, trefjar, andoxunarefni og plöntusterólar.

Lesa meira