15. desember 2015

Fróðleikur um mataræði á meðgöngu og næringu ungra barna (nmb.is)

 
Vakin er athygli á því að búið er að gera aðgengilegan fróðleik um mataræði á meðgöngu og næringu ungra barna á vefnum, www.nmb.is, með stuðningi úr Lýðheilsusjóði. Á vefnum er fjallað um næringu fyrstu 1000 dagana. Næring á fósturskeiði og fyrstu 24 mánuði ævinnar getur haft áhrif á vöxt og þroska barna. Góð næring móður og barns þessa mikilvægu 1000 daga (9 mánaða meðgangan + 365 dagar fyrsta árið + 365 dagar annað árið) sem sumir vilja kalla glugga tækifæra, getur þannig haft áhrif á heilsu einstaklingsins til æviloka.
 
Einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf sem byggir á svörum í næringarkönnun NMB og aðrir hlutar kerfisins verða áfram einungis aðgengilegir notendum í áskrift.
 
Vefurinn www.nmb.is var opnaður í júlí 2014 og er efnið unnið af Dr. Ingibjörgu Gunnarsdóttur, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands.
 

Twitter
Til baka