Hreyfiseðillinn byggir á því að læknir metur einkenni og ástand skjólstæðings og ávísar síðan hreyfingu sem meðferð, eða hluta af meðferð við þeim sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum sem verið er að fást við. Læknir vísar skjólstæðingnum áfram til samhæfingaraðila Hreyfiseðilsins sem hefur aðsetur á Heilsugæslustöðinni. Í komunni til hans eru möguleikar og geta til hreyfingar ræddir og metnir í sameiningu. Sett eru fram markmið og útbúin hreyfiáætlun sem byggir á fagþekkingu.

Er Hreyfiseðillinn eitthvað sem hentar þér?

Nánari upplýsingar um Hreyfiseðil má m.a. fá hjá læknum og hér.
Hreyfisedill