Hreyfitorg.is er gagnvirk vefsíða sem er ætlað að stuðla að aukinni hreyfingu landsmanna. Hlutverk vefsins er að aðstoða þig við að finna skipulagða hreyfingu við hæfi í samræmi við getu þína og áhuga. Þú getur t.d. skráð inn HVAR (pnr.) þú vilt stunda hreyfingu, HVERNIG hreyfingu þú vilt stunda (ganga, sund...) og HVERSU erfiða (létt, miðlungs, erfið) og vefurinn aðstoðar þig við að finna hvað er í boði.  

 

Hreyfitorg
Mikilvægt er að hreyfingin sjálf og þær aðstæður sem hún er stunduð við hafi ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamlega getu og líðan heldur stuðli hún einnig að andlegri og félagslegri vellíðan.

Mikilvægast er takmarka þann tíma sem varið er í kyrrsetu og velja sem fjölbreyttasta hreyfingu í samræmi við getu og áhuga hvers og eins. 

Raunhæf markmiðasetning, hæfilegur stígandi í álagi og góð líkamsbeiting eru dæmi um atriði sem einkenna hreyfingu sem heilsurækt. Óraunhæfar væntingar, of mikið álag og röng líkamsbeiting stuðla hins vegar að meiðslum og vanlíðan.