Til eru ýmsar heimasíður og forrit sem halda utan um hreyfinguna þína, þér að kostnaðarlausu. 

Á heimasíðunni lifshlaupid.is getur þú skráð niður daglega hreyfingu og fylgst með framvindunni (athugið að einstaklingskeppni er skráning fyrir einstaklinga en ekki keppni á milli einstaklinga).

Einnig getur þú notað forrit eins og StravaEndomondo eða Runkeeper (og mörg fleiri) bæði í tölvunni og símanum.

Það getur verið góð hvatning að fylgjast með eigin árangri og auðvelt að mæla framfarir. Við mælum með því að þú kynnir þér hvað er í boði og veljir eitthvað við þitt hæfi. 


Hreyfing er nauðsynlegur partur af daglegu lífi. Mikilvægast er takmarka þann tíma sem varið er í kyrrsetu og velja sem fjölbreyttasta hreyfingu í samræmi við getu og áhuga hvers og eins. 


Kona _aefa _simi