Þessi listi tekur til margs konar úrræða sem í boði eru en er ekki endilega tæmandi. Athugið að þetta eru ekki ráðleggingar til einstaklinga um hvert þeir eiga að leita. Hver og einn verður sjálfur að taka ábyrgð á því hvert leitað er og sé um mikla vanlíðan að ræða eða geðræna kvilla ættu einstaklingar að leita sér aðstoðar í samráði við fagaðila. 

Vinsamlegast sendu póst á heilsuhegdun@heilsuhegdun.is ef þú hefur athugasemdir við þau samtök/félög/stofnanir sem hér eru nefnd eða hefur upplýsingar um úrræði sem þér finnst vanta inn á listann.

 

Aðstoð / ráðgjöf - heimasíður:

ADHD samtökin

- ADHD samtökin, til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.

 

Björgin

- Geðræktarmiðstöð suðurnesja.

 

Bugl

- Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Foreldrahús

- Starfsemi Foreldrahússins skiptist í tvo megin flokka; forvarnir og ráðgjöf.  
Í Foreldrahúsinu er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar, sjálfstyrkingarnámskeið og stuðningsmeðferð. Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur foreldrasíminn 581-1799 við, en hann er opinn allan sólarhringinn.

 

Geðhjálp

- Geðhjálp eru hagsmunasamtök þeirra sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að etja, aðstandenda þeirra og allra þeirra er láta sig geðmálefni varða á landsvísu.

 

Hjálparsíminn 1717

- Hjálparsíminn er gjaldfrjáls sími, opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis, eða sjálfsvígshugsana

 

Hugarafl

- Hugarafl er fyrir fólk með geðraskanir, stofnað af notendum í bata.

 

Höndin

- Leið til sjálfshjálpar, allir með. Höndin er alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök. Við leitumst við að vera vettvangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar.

 

Klúbburinn Geysir

- Klúbburinn Geysir er fyrir fólk sem á eða átt hefur við geðræn veikindi að stríða.

 

Kvennaathvarfið

- Kvennaathvarfið er athvarf, fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna.

 

Kvíðameðferðarstöðin

- Kvíðameðferðarstöðin er meðferðarstöð þar sem boðið er upp á hugræna atferlismeðferð við kvíða og skyldum vandkvæðum fyrir fullorðna.

 

Landspítalinn

- Geðsvið Landspítalans veitir almenna og sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar utan Norðausturlands en geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri þjónar íbúum þar.

     Geðheilbrigðisþjónusta utan LSH

      Heilsugæslan - geðheilsa - eftirlit

      Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri - geðdeild

      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - geðheilbrigði

      Heimaþjónusta Reykjavíkurborgar - geðteymi

           

Rauði krossinn - athvörf

- Rauði krossinn rekur tvö athvörf fyrir fólk með geðraskanir á höfuðborgarsvæðinu, Vin í Reykjavík og Læk í Hafnarfirði, og eitt á Akureyri, athvarfið Laut.

 

Reykjalundur

- Geðsvið Reykjalundar. Algengast er að sjúklingar komi í endurhæfingu vegna þunglyndis eða kvíða en oft tvinnast saman líkamleg og andleg vandamál.

 

Stígamót

- Stígamót, baráttufélag gegn kynferðislegu ofbeldi á Íslandi.