Í lok hvers dags lítur þú til baka og rifjar upp þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir daginn og hvaða þátt þú áttir í þeim. Þetta getur verið hvað sem er sem þú upplifðir á jákvæðan hátt, til dæmis góður morgunmatur, notaleg sturta, skemmtilegt spjall eða frískandi göngutúr. Með því að gera þetta daglega mótum við huga okkar með því að taka frekar eftir því jákvæða í kringum okkur, finnum fyrir meiri vellíðan og aukinni bjartsýni.

Þú getur skráð þetta í símann þinn, tölvuna eða á happapp.is. Í Happ appinu getur þú fengið áminningu um að skrá góðu hlutina hjá þér á kvöldin.

Þú getur líka skráð þetta hjá þér í dagbók. Mörgum hefur reynst vel að hafa þá dagbókina sýnilega á náttborðinu.

Happ