Lestu hverju fullyrðingu og hakaðu við það svar sem segir til um hve vel hver fullyrðing átti við í þínu tilviki síðustu vikuna. Það eru engin rétt eða röng svör. Eyddu ekki of miklum tíma í að velta fyrir þér hverri fullyrðingu.

Spurningar

Ég var ergileg(ur)
Mér fannst ég frekar hörundsár
Ég hafði tilhneigingu til að bregðast of harkalega við aðstæðum
Mér fannst ég eyða mikilli andlegri orku
Ég Þoldi ekki þegar eitthvað kom í veg fyrir að ég héldi áfram við það sem ég var að gera
Mér fannst erfitt að ná mér niður
Mér fannst erfitt að slappa af

Niðurstöður

Þú fékkst stig

0-7 stig = eðlilegt

8-9 stig = væg streita

10-12 stig = miðlungs streita

13-16 stig = alvarleg streita

17 stig og hærra = mjög alvarleg streita

Allir geta notið góðs af því að nýta sér aðferðir við að draga úr streitu. Hér á Heilsuhegðun.is eru ýmis ráð til að draga úr streitu og auka vellíðan.

Ef þú ert í hópi þeirra sem fá 13 eða fleiri stig ættirðu að íhuga aðferðir til að draga úr streitu, svo sem að hreyfa þig a.m.k. þrisvar í viku, æfa slökun og forgangsraða verkefnum þannig að þú hafir ekki of mikið á þinni könnu. Mikil streita tengist m.a. hærri gildum streituhormóna í blóði, hærri blóðþrýstingi, lélegra ónæmiskerfi, verri svefni og aukinni áfengisneyslu. Allt eru þetta mikilvægir áhættuþættir þegar kemur að heilsu og líðan og því mikilvægt að láta ekki mikla streitu verða viðvarandi hluta af lífinu.

Byrja aftur