Leiðbeiningar
Í þessum spurningalista ertu beðin(n) um að svara sex spurningum um svefn og syfju. Vinsamlegast hakaðu við þann fjölda daga í viku sem best á við þig.


Dæmi
Ef það hefur tekið þig 30 mínútur eða lengur að sofna eftir að ljósin eru slökkt, að meðaltali 3 daga í viku síðastliðinn mánuð, þá hakar þú við 3 daga vikunnar.

Spurningar

Síðastliðinn mánuð, hversu marga daga í viku hefur það tekið þig 30 mínútur eða lengur að sofna eftir að ljósin eru slökkt á kvöldin?
Síðastliðinn mánuð, hversu marga daga í viku hefur þú vaknað á nóttunni og verið vakandi í samanlagt 30 mínútur eða lengur ?
Síðastliðinn mánuð, hversu marga daga í viku hefur þú vaknað meira en 30 mínútum fyrr en þú ætlaðir þér, án þess að ná að sofna aftur?
Síðastliðinn mánuð, hversu marga daga í viku hefur þér ekki fundist þú vera úthvíld(ur) þegar þú vaknar á morgnanna?
Síðastliðinn mánuð, hversu marga daga í viku hefur þú verið svo þreytt(ur) eða syfjuð/syfjaður að það hefur haft neikvæð áhrif á starf, nám eða einkalíf þitt?
Síðastliðin mánuð, hversu marga daga í viku hefur þú verið óánægð(ur) með svefninn þinn?

Niðurstöður

Þú glímir líklega við svefnleysi, hér eru tenglar á ýmis góð ráð eða úrræði við svefnvandamálum. Góð ráð – svefn og hvíld Betrisvefn.is

Þú glímir líklega ekki við svefnleysi. Hér getur þú samt sem áður fundið ýmis góð ráð til að bæta svefnvenjur þínar og fyrirbyggja vandamál. Góð ráð – svefn og hvíld Betrisvefn.is

Byrja aftur