Góð geðheilsa og vellíðan snýst um meira en að vera laus við geðræn vandamál. Hún snýst um góða andlega líðan og virkni í lífinu. 


Hér eru nokkrar staðhæfingar um hugsanir og tilfinningar. Vinsamlegast merktu við það sem lýsir best reynslu þinni síðastliðnar 2 vikur.

Spurningar

Ég hef litið bjartsýnum augum til framtíðarinnar.
Mér hefur þótt ég gera gagn.
Ég hef verið afslöppuð/afslappaður.
Mér hefur gengið vel að takast á við vandamál.
Ég hef hugsað skýrt.
Mér hefur fundist ég náin(n) öðrum.
Ég hef átt auðvelt með að gera upp hug minn.

Niðurstöður

Þú fékkst stig

Líðan þín er langt undir meðallagi. Flestir fá stig á bilinu 20 til 29. Það væri gott fyrir þig að ræða við vin eða heilbrigðisstarfsmann um hvernig best sé að taka á þessu.

Líðan þín er undir meðallagi. Flestir fá stig á bilinu 20 til 29. Af hverju ekki að gera eitthvað til að auka vellíðan þína?

Vellíðan þín er í meðallagi. Flestir fá stig á bilinu 20 til 29. Þú gætir aukið vellíðan þína enn frekar.

Góðar fréttir! Vellíðan þín er yfir meðallagi. Flestir fá stig á bilinu 20 til 29. Haltu áfram á þessari braut.

Sjálfsprófin eru ekki nákvæmt mat á líðan þinni né koma í stað greiningar fagaðila en gefa ágæta mynd af því hvernig staðan er í dag. Ef þú hefur áhyggjur af líðan þinni ættir þú að leita strax til fagaðila (t.d. heimilislæknis eða sálfræðings).

Hér eru fimm góð ráð sem byggja á rannsóknum og allir geta farið eftir til að auka vellíðan sína:

Ræktaðu samskipti
Myndaðu tengsl við fólkið í kringum þig, fjölskylduna, vini þína, samstarfsfólk og nágranna. Ræktaðu tengslin heima hjá þér, í vinnunni, í skólanum og nánasta umhverfi þínu. Líttu á þessi tengsl sem hornsteina lífs þíns og gefðu þér tíma til að hlúa að þeim. Að skapa þessi tengsl styrkir þig og auðgar líf þitt.

Hreyfðu þig
Farðu út að ganga eða hlaupa. Njóttu útivistar. Hjólaðu. Farðu í leiki. Ræktaðu garðinn þinn. Dansaðu. Hreyfing færir þér vellíðan. Það mikilvægasta er að finna hreyfingu sem þú hefur gaman af og hentar líkamlegu ástandi þínu og getu.

Taktu eftir
Vertu forvitin(n). Taktu eftir hinu óvenjulega. Taktu eftir árstíðabreytingum. Njóttu augnabliksins, hvort sem þú ert úti að ganga, að borða hádegismat eða tala við vini þína. Vertu vakandi fyrir veröldinni í kringum þig og hvernig þér líður. Að veita því athygli sem þú upplifir hjálpar þér að meta það sem skiptir þig máli.

Haltu áfram að læra
Prófaðu eitthvað nýtt. Rifjaðu upp gamalt áhugamál. Skráðu þig á námskeið. Taktu að þér ný verkefni. Lærðu að spila á hljóðfæri eða elda uppáhaldsmatinn þinn. Settu þér markmið sem þú munt hafa gaman af að ná. Það er skemmtilegt að læra nýja hluti og eykur sjálfstraustið.

Gefðu af þér
Gerðu eitthvað fallegt fyrir vin þinn eða ókunnuga manneskju. Þakkaðu einhverjum. Brostu. Gefðu öðrum af tíma þínum. Taktu þátt í félagsstörfum. Líttu út á við og líka inn á við. Að upplifa sig sem hluta af heild er gefandi og skapar tengsl við aðra.

Byrja aftur