Heilsa er ekki bara fjarvera sjúkdómar heldur ástand líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðanar.

(Skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar - WHO)

 

Allir hafa geðheilsu.

Líkamlegir, andlegir og

félagslegir þættir heilsunnar

hafa áhrif hver á annan.

 Það er einstaklingsbundið hvernig við

 bregðumst við álagi en alltaf

 jafn mikilvægt að bregðast skjótt við

 andlegum og líkamlegum kvillum.

 

 

Hond _hofud

GEÐRÆKT ER HEILSUEFLING

Heilbrigði felst ekki bara í því að vera laus við sjúkdóma heldur er það ástand líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðanar.

Með heilsueflingu beinir fólk sjónum að heilbrigði og hvernig megi styrkja eigin heilsu og annarra. Góð geðheilsa er mikilvægur þáttur í almennu heilsufari.

Með geðrækt er átt við samfélagslegar aðgerðir, lífsvenjur, hegðun og viðhorf sem hafa jákvæð áhrif á geðheilsu og vellíðan.

Hér má finna tengla á góðar greinar um geðheilsu og vellíðan á heimasíðu Embættis landlæknis:

Engin heilsa án geðheilsu                                                     

Tengslin milli líkamlegrar og andlegrar heilsu                               

Geðheilsa þín skiptir máli                                              

Andleg vanlíðan á ekki að vera fylgifiskur ellinnar                      

Geðheilbrigði ungra barna                                                          

Jákvæðni er valkostur