04. nóv
Takmörkum neyslu á unnum kjötvörum

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), International Agency for Research on Cancer (IARC), birti vísindagrein úr skýrslu mánudaginn 26. október sl. þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna á neyslu á unnum kjötvörum og rauðu kjöti og áhættu á krabbameini. Unnar kjötvörur eru þar flokkaðar sem krabbameinsvaldandi og settar í sama flokk og t.d. reykingar, áfengi og asbest. Það þýðir þó ekki að það sé jafnhættulegt að borða unnar kjötvörur og að reykja.

Lesa meira
07. okt
Skráargatið

Skráargatið er opinbert næringarmerki sem gerir það auðveldara að velja hollari matvörur þegar keypt er inn. Kröfur til matvæla, sem fá merkið, byggjast á viðurkenndum atriðum er snerta samhengi næringar og heilsu.

Lesa meira
01. júl
Drögum úr saltneyslu

Þrátt fyrir að saltneysla hafi minnkað um 5% frá árinu 2002 borða Íslendingar enn of mikið salt. Þetta sýna niðurstöður landskönnunar á mataræði meðal fullorðinna sem fram fór 2010–2011. Meðalneysla karla á salti er a.m.k. 9,5 g og kvenna 6,5 g á dag.

Lesa meira
30. jún
Heilkorn, hnetur og fæðutrefjar stuðla að jafnvægi í þyngd

Heilkorn, hnetur og fæðutrefjar voru þeir einstöku fæðuþættir sem reyndust verndandi í flestum rannsóknum. Hins vegar ýtir rífleg neysla á kjöti, sælgæti og öðrum sætindum, fínunnum kornvörum og almennt orkuþéttum mat undir þyngdaraukningu eða aukið mittismál. Ekkert var hægt að álykta um tengsl hlutfallslegrar skiptingar orkuefnanna í fæði og langtíma þyngdarbreytinga eða breytinga á ummáli mittis þar sem rannsóknaniðurstöður voru misvísandi.

Lesa meira
29. jún
Heilkornabrauð - holla valið

Talað er um heilkornavörur þegar allt sem var upphaflega í korninu er enn til staðar og ekkert hefur verið sigtað frá eftir mölun. Heilkornavörur geta því ýmist innihaldið heil og ómöluð korn eða fínmalað mjöl og eru þá ennþá öll næringarefni kornsins til staðar, þ.e. vítamín, steinefni, trefjar, andoxunarefni og plöntusterólar.

Lesa meira
29. jún
Staðreyndir um Magnesíum

Magnesíum hefur hlutverki að gegna í fjölda lífefna- og lífeðlisfræðilegum ferlum í líkamanum. Það tekur t.d. þátt í myndun beina, byggingu próteina, virkjun ensíma, stýringu blóðþrýstings, myndun DNA, RNA, orkumyndun og fleira. Magnesíum er helst að finna í grænu blaðgrænmeti, heilkornavörum, hnetum, fiski, kjöti og mjólkurvörum.

Lesa meira
29. jún
Vatn er besti svaladrykkurinn

Stærstur hluti mannslíkamans er vatn og er nægilegt magn vökva nauðsynlegt fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Vökvaþörf er breytileg meðal manna og ræðst meðal annars af aldri, líkamsstærð, veðri og því hversu mikið menn hreyfa sig. Á meðan 1-1,5 lítrar vökva úr drykkjum á dag ættu að duga flestum fullorðnum er vökvaþörf þeirra, sem hreyfa sig mikið eða tapa vökva af öðrum völdum oft meiri.

Lesa meira