2014_avextirskeraGóður undirbúningur hefst snemma

Konur geta undirbúið sig fyrir meðgöngu með því að:

- borða fjölbreyttan og næringarríkan mat

- taka fólattöflur (fólinsýrutöflur) helst a.m.k. mánuði fyrir þungun

- stefna að kjörþyngd

- hætta að reykja

- hreyfa sig daglega

 

Matur á meðgöngu

- venjulegur, góður matur

Gott mataræði skiptir miklu máli fyrir líðan og heilsu móðurinnar og stuðlar að hæfilegri þyngdaraukningu á meðgöngu. Jafnvel þótt orkuþörfin aukist jafnt og þétt eftir því sem líður á meðgönguna þurfa barnshafandi konur ekki endilega að borða meira en þær gerðu áður þar sem flestar konur hvíla sig meira og hreyfa sig heldur minna á seinni hluta meðgöngunnar.

 

Hæfileg þyngdaraukning á meðgöngu

- það er fullkomlega eðlilegt og æskilegt að þyngjast

Ráðleggingar um hæfilega þyngdaraukningu á meðgöngu taka mið af þyngd fyrir þungun og eru tengdar rannsóknum á heilsu móður og barns. Konum sem eru í eða undir kjörþyngd er ráðlagt að þyngjast meira en þeim sem eru yfir kjörþyngd. Allar konur ættu samt að þyngjast eitthvað á meðgöngu, enda er meðganga alls ekki rétti tíminn til að léttast. Megrun getur skaðað vöxt og þroska barnsins. Meiri eða minni þyngdaraukning en taflan hér fyrir neðan segir til um getur verið fullkomlega eðlileg.

 

Ráðlögð þyngdaraukning (kg) á meðgöngu

Konur í kjörþyngd eða undir kjörþyngd (BMI < 25*) 12 - 18 kg

Konur yfir kjörþyngd (BMI > 25*) 7 - 12 kg

 

Það þarf að gefa sér tíma til að borða, helst 3-5 máltíðir á dag

Fjölbreytni og hollusta er best tryggð með því að fá sér daglega:

  • alls kyns grænmeti og ávexti, helst í hverri máltíð og sem millibita
  • trefjaríkar kornvörur, svo sem morgunkorn, haframjöl eða gróft brauð
  • ferskan fisk eða kjöt, egg eða bauna-/linsubaunarétti
  • fitulitlar mjólkurvörur
  • vatn til drykkjar

 Kranavatn

Snemma á meðgöngu finna margar konur fyrir ógleði og henni getur fylgt lystarleysi eða löngun í ákveðin matvæli umfram önnur. Ef konan léttist ekki mikið og reynir að borða sem flestar fæðutegundir er ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur.

 

Fiskur er hollur matur á meðgöngu

- en hann á ekki að borða hráan


Forðist á meðgöngu

Grafinn fisk

Kaldreyktan fisk

Harðfisk

Sushi með fiski

Súrsaðan hval

Þorskalifur

Hákarl

Sverðfisk

Stórflyðru (>1.8 m eða 60 kg)

Fýl

Fýlsegg


Borðið ekki oftar en einu sinni í viku

Túnfisksteik

Búra


Borðið ekki oftar en tvisvar í viku

Túnfisk í dós

Svartfuglsegg

Hrefnukjöt

 

Fólat

- vernd gegn fósturskaða

Öllum konum sem geta orðið barnshafandi er ráðlagt að taka 400 míkrógramma fólattöflu (fólinsýrutöflu) daglega auk þess að borða fólatríkan mat. Rannsóknir hafa sýnt að fólat dregur úr hættu á alvarlegum fósturskaða á miðtaugakerfi. Ávextir, grænmeti og vítamínbætt morgunkorn eru þær fæðutegundir sem eru ríkastar af fólati. Þótt mikilvægt sé að byrja að taka fólat áður en meðganga hefst er ekki ástæða til að hafa áhyggjur þó að meðganga sé þegar hafin, heldur einfaldlega byrja þegar í stað að taka fólattöflu og borða fólatríka fæðu. Ráðlagt er að taka fólattöflu daglega að minnsta kosti fyrstu 12 vikur meðgöngu.

 

Hollusta í grænmeti og ávöxtum:

 

Járn

- þörfin eykst á meðgöngu

 

Kalk og D-vítamín

- fyrir beinin

 

Kaffi, te, kóladrykkir og orkudrykkir

- best að halda í lágmarki

 

Áfengi og tóbak

- vímugjöfum er best að sleppa alveg

 

Náttúru- og fæðubótarefni

- ber að varast á meðgöngu

 

Lyf

- einungis að læknisráði

 

Hreinlæti við matreiðslu

- enn mikilvægara en áður

Hreinlæti í eldhúsinu, kringum mat og matargerð, er alltaf mikilvægt en fær aukið vægi á meðgöngu þar sem skaðlegar bakteríur og sníkjudýr geta haft áhrif á heilsu bæði móður og fósturs.

 

Mataræði á ferðalögum erlendis

- hreinlæti er lykilatriði

Áður en farið er í ferðalög til útlanda er barnshafandi konum og mæðrum með börn á brjósti bent á að kynna sér ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi löndum varðandi fiskneyslu. Ekki er æskilegt að borða mjúka osta eða mygluosta erlendis. Við gerð þeirra er oft notuð ógerilsneydd mjólk auk þess eru í þeim góð vaxtarskilyrði fyrir ýmsar bakteríur. Varist einnig paté eða kæfur. Vert er að undirstrika mikilvægi þess að borða ekki hrá matvæli, svo sem fisk, kjöt og egg.

 

Tennur

- góð munnhirða er mikilvæg á meðgöngu

 

Hreyfing

- reglulega og við hæfilegt álag

 

Gott mataræði við brjóstagjöf

- er jafn mikilvægt og á meðgöngu

 

Sjá nánar í bæklingnum Matur og meðganga. Bæklingurinn hefur einnig verið þýddur á erlend tungumál:

Matur og meðganga albanskaarabískaenskapólskarússneska,spænskataílenska.

Matur og meðganga. Útdráttur albanskaarabískaenskapólska,rússneskaspænskataílenska.