Naering _ungbarna _antexta

Öll börn þurfa ástúð, hlýju, hvíld og góða næringu svo þau megi dafna og þeim líði vel. Þar með er ekki sagt að öll börn séu steypt í sama mót og hafi
nákvæmlega sömu þarfir. 
Þvert á móti er hvert þeirra sjálfstæður einstaklingur með eigin sérkenni. Það tekur tíma að kynnast þessari nýju manneskju, þörfum hennar og kröfum. Fyrst í stað getur til dæmis verið erfitt að greina merki barnsins um svengd eða þorsta frá öðrum þörfum þess. Þar við bætist að barnið er stöðugt að breytast og þroskast úr litlum ósjálfbjarga hvítvoðungi í státinn krakka sem þarf fjölbreytta fæðu. Næringin fyrsta aldursárið leggur grunninn að fæðuvenjum barnsins síðar meir. Fæðuval foreldra og annarra á heimilinu mótar viðhorf barnsins til fæðunnar og getur haft áhrif á mataræði barnsins til frambúðar. Það er því góð og gild ástæða til að endurskoða eigin fæðuvenjur þegar nýr fjölskyldumeðlimur bætist í hópinn. Þótt ungbarnið þurfi fyrst í stað sérstaka fæðu kemur fljótt að því að það geti borðað venjulegan heimilismat með örlitlum frávikum svo framarlega sem um holla og fjölbreytta fæðu er að ræða.

 

Þessi bæklingur (Næringu ungbarna (pdf)) getur vonandi orðið ykkur til stuðnings við fæðuval fyrir ungbarnið.

 

Það gefur að sjálfsögðu ekki svör við öllum þeim spurningum sem kunna að vakna í sambandi við næringu ungbarnsins. Starfsfólk ung- og smábarnaverndar og heilsugæslu er reiðubúið að veita ráðgjöf varðandi hvaðeina sem viðkemur umönnun barnsins.

 

Leikskoli (1)

Í bæklingnum Ráðleggingar um næringu barna - fyrir dagforeldra og starfsfólk ungbarnaleikskóla er að finna ráðleggingar um næringu barna að 2ja ára aldri og er hann einkum ætlaður dagforeldrum og starfsfólki ungbarnaleikskóla en nýtist einnig foreldrum.