Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga í tannlækniskostnaði

tannheilsa

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir árlegri tannverndarviku 1. til 7. febrúar 2016. Tannverndarvikan árið 2016 er helguð því að hvetja landsmenn til að þess að bursta tennur með flúortannkremi að lágmarki 2x á dag í 2 mínútur og aðstoða börn til 10 ára aldurs.

Kjörorð vikunnar er hreinar tennur – heilar tennur.

 

Fleiri börn njóta lægri tannlækniskostnaðar. Öll börn sem sem verða sex og sjö ára á þessu ári bætast í hóp þeirra barna sem fá gjaldfrjálsa tannlæknisþjónustu. Tannlækningar barna frá  6 til og með 17 ára auk þriggja ára barna eru nú greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2500 kr árlegu komugjaldi.

Tannlækningum er einungis sinnt á einkastofum tannlækna. Samningur milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga tryggir börnum undir 18 ára aldri gjaldfrjálsar tannlækningar, fyrir utan 2500 kr. árlegt komugjald.

Forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga er að barnið hafi heimilistannlækni og foreldrar bera ábyrgð á skráningunni í Réttindagátt Sjúkratrygginga.

Nánari upplýsingar má finna á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Tannhirða kvölds og morgna með flúortannkremi


Frekari upplýsingar um tannheilsu

Ýmislegt fræðsluefni um tannhirðu og tannvernd má finna á vefsíðu Embætti landlæknis. Einnig fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.

Sjá nánar á www.landlaeknir.is