04. sep
Hvernig breytum við lifnaðarháttum okkar?

Flest okkar komast einhvern tíma á þann tímapunkt í lífinu að viðurkenna, að minnsta kosti innst inni, að við verðum að gera eitthvað til að breyta lifnaðarháttum okkar: líkamlega og andlega er óbreytt ástand óásættanlegt og núna er tíminn kominn. Hvernig förum við að því að breyta hegðun? Hér á eftir er í stórum dráttum farið yfir það sem gerist, hvort sem um er að ræða að hætta að reykja, hætta eða fara að drekka áfengi í hófi í stað óhófs, byrja að stunda líkamsrækt, borða hollari mat eða einhverja aðra hegðunarbreytingu.

Lesa meira