Er ég ein hér

21. des. 2015 23:11

sólin

Ég sé engar færslur hér, kannski skoðar þetta enginn. En here it goes.

En ég sem sagt er alltaf að reyna að hætta að reykja. Ég reyndar hætti í átta ár. Á þeim tíma eignaðist ég tvö börn og ímyndaði mér aldrei að ég myndi byrja aftur að reykja. En í stundarveikleika ákvað ég að ég gæti nú alveg fengið mér eina sígarettu einstaka sinnum. Áður en ég vissi af var ég farin að reykja 1-2 sígarettur á hverju kvöldi, jafnvel meira. Ég hef getað haldið mig við þá tölu en finnst það of mikið og nú ætla ég að hætta. Ég er dauðhrædd um að fá krabbamein eða eitthvað annað og deyja fyrir aldur fram frá börnunum mínum. Við eigum betra skilið.

Yfirleitt get ég sleppt því að reykja í 1-3 daga en spring svo. Ég veit ekki hvort væri betra að hugsa bara um einn dag í einu eða hafa langtímamarkmið. Mér finnst a.m.k. fyrsti hjallinn vera að ná 5 reyklausum dögum. En ég veit það er ekki nóg, reykingaþörfin á eftir að koma upp eftir þann tíma og þá er þetta spurning um að standast freystinguna.

Óskið mér góðs gengis!

MissE

Nei ekki ein :) Hefurðu prófað að gera eitthvað annað þegar þú ert við það að springa? Eins og að drekka vatn eða bursta tennurnar. Það slekkur allavega á þessu hjá mér. Annars notaði ég plástur í 2 vikur þegar ég var að komast yfir það erfiðasta, svo tyggjó og minnkaði styrkinn/magnið smátt og smátt og skipti svo yfir í venjulegt tyggjó inn á milli :) Annars segi ég bara gangi þér vel!

sólin

Takk fyrir svarið. Nei ég hef ekki prufað það en ætla að prufa þessi ráð.

sólin

Það gengur eiginlega of vel. Dagur 5 og ég bíð eftir að það komi bakslag!

sólin

Dagur 9, gengur vel :)

MissE

Frábært :) Til hamingju!

sólin

Takk MissE. Dagur 14 í dag og ég er mjög bjartsýn um að þetta muni takast í þetta skiptið.

princessxplague

Alls ekki ein, er að hætta akkúrat núna

Katan

Til hamingju með árangurinn. Er í svipaðri stöðu og þú. Ætla mér að hætta en er skíthrædd við álags punkta sem koma reglulega upp hjá mér. Er í námi og þegar mikið álag er á ég til að reykja meira. En gangi þér vel.

Ragnhildur

Frábært, gangi þér vel. Ég er búin að velja mér 1.feb. t.þ.a. hætta, Er kvíðin.
Vinsamlegast skráðu þig inn til að svara þræði

Til baka