Kvíði

9. jan. 2017 13:16

Ragnhildur

Sæl. Ég er búin að ákveða að hætta að reykja 1. feb.2017. Mig er byrjað að kvíða fyrir vegna þess að ég hef fallið svo oft. Nokkur ráð?

ásta ragnheiður

Ég myndi reyna að byggja mig upp með því að lesa mér til um reykingar, og allar þær birtingarmyndir sem þeim fylgja. Er sjálf að lesa bókina eftir allen Carr "létta leiðin til að hætta að reykja" , er ágæt til að skoða eigin hugsanaferla og sjálfsblekkingar í sambandi við reykingar. gangi þér vel !!!

Ráðgjafi

Sæl Ragnhildur Endilega reyndu að dempa kvíðann. Hugsaðu þetta sem spennandi verkefni og reyndu að byrja á því strax að trappa þig aðeins niður fram til mánaðarmóta. Planaðu þetta, hvernig best sé að bregðast við löngun, hvort þú ætlir að nota hjálpartæki o.s.frv. og vertu endilega í sambandi við okkur í 8006030 og við hjálpum þér í gengum þetta. Kv. ráðgjafi
Vinsamlegast skráðu þig inn til að svara þræði

Til baka