Skráningarferli 

Svona skráir þú þig á heilsuhegdun.is

Þú getur skráð þig á heilsuhegdun.is með því að smella á „Nýskrá“ í innskráningarreitnum efst til hægri. Þú velur þitt eigið notandanafn og getur verið alveg nafnlaus. 

 

Um vefinn

Velkomin(n) á vefinn Heilsuhegdun.is, vefsvæði sem gefur öllum tækifæri á að bæta sína heilsuhegðun án endurgjalds. Viltu draga úr eða hætta áfengis- og tóbaksneyslu? Viltu bæta mataræði, líðan eða auka hreyfingu? Heilsuhegdun.is aðstoðar þig við að breyta lífsvenjum þínum.

Tóbak: Þessi síða veitir þér tækifæri til að fá stuðning og aðstoð við að hætta tóbaksnotkun. Þetta er ókeypis, gagnvirk, nettengd þjónusta. Á síðunni eru upplýsingar um leiðir til að hætta að reykja eða taka í vörina/nefið og gefin tækifæri til að taka ýmis próf. Einnig er hægt að skrá sig á síðuna og fá þá sendan einstaklingsmiðaðan stuðning í tölvupósti, aðgang að dagbók og umræðuvettvang þar sem þú getur deilt reynslu þinni og fengið stuðning frá öðrum sem eru í sömu aðstæðum. Því duglegri sem þú ert, því léttara verður að öðlast tóbakslaust líf. Þess vegna ráðleggjum við þér að nota síðuna vel. Skrifaðu í dagbókina hvernig gengur að hætta. Stuðningur og hjálp frá öðrum eru mikilvæg.

Umsjónaraðilar tóbakssíðunnar

Reyksíminn - Ráðgjöf í reykbindindi - 8006030, sem er staðsett á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, heldur utan um gagnvirka notkun heimasíðunnar www.heilsuhegdun.is/tobak. Hjá ráðgjöfinni starfa sex hjúkrunarfræðingar sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í að aðstoða fólk við að hætta tóbaksnotkun. Þeir svara í númerið 800 6030 milli kl. 17 og 20 alla virka daga, en einnig er hægt að senda þeim póst á heilsuhegdun@heilsuhegdun.is. Nánari upplýsingar um Ráðgjöf í reykbindindi er að finna hér.

Þessi gagnvirka heimasíða er ný og stöðugt er unnið að endurbótum. Við biðjumst velvirðingar ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. Allar ábendingar eru vel þegnar. Mikilvægt er að heyra frá þeim sem nota síðuna, hvernig hún nýtist, láta vita ef einhverjir gallar eru til staðar og hvað má betur fara. Til að heilsuhegdun@heilsuhegdun.is eða í síma 8006030. Við svörum í símann milli kl. 17 og 20 alla virka daga, þess fyrir utan er hægt að skila eftir skilaboð á símsvaranum. Við reynum að svara tölvupóstinum eins fljótt og auðið er.

Til að hafa samband: heilsuhegdun@heilsuhegdun.is

Svona virkar síðan

Þú fyllir inn skráningarformið til að búa til nýjan notanda. Að því loknu getur þú notað spjallborðið, skráð færslur í dagbók og fleira.

Upplýsingarnar á Mínum síðum eru einungis sýnilegar þér. Persónuupplýsingar um notendur eru ekki nýttar í öðrum tilgangi en að virkja aðgang og senda staðfestingu á netfang. Sért þú í reykleysisnámskeiði færðu senda reglulega tölvupósta. Heilsuhegdun.is mun ekki nýta sér upplýsingar, myndir eða annað eða deila einhverju í þínu nafni veljir þú að skrá þig á síðuna í gegnum Facebook.

Þegar þú skráir þig á reykleysisnámskeið færðu nokkrar spurningar sem þú þarft að svara. Það er mikilvægt að þú svarir eins satt og rétt og þú getur því þessar spurningar eru liður í því að hjálpa þér til að hætta. Þegar innskráningunni er lokið geturðu farið inn á Mínar síður og byrjað að skoða námskeiðið að eigin vild.

Aðstoðin á reykleysisnámskeiðinu hefst með tveggja vikna undirbúningsskeiði áður en sjálfur lokadagur tóbaksnotkunar rennur upp. Gættu þess að muna eftir þessum dögum þegar þú ákveður lokadaginn. Góður undirbúningur auðveldar fólki að losna undan tóbakinu. Þennan tíma er til dæmis gott að nota til að hugleiða vandlega mikilvægustu ástæðurnar fyrir því að þú vilt verða tóbakslaus, útvega þér nikótíntyggjó eða fara að einhverjum öðrum undirbúningsráðum sem finna má á www.heilsuhegdun.is.

 

Ef þú hefur nú þegar ákveðið að hætta að reykja / taka í vörina / taka í nefið en vilt aðstoð við að standa við þá ákvörðun, geturðu vitaskuld stokkið yfir undirbúningsskeiðið og snúið þér að því að ræða málin og lesa um hvernig maður heldur sér tóbakslausum.

 

Forsaga vefsins

Gagnvirki þáttur tóbakssíðunnar á heilsuhegdun.is byggir á heimasíðunni reyklaus.is. Síðan er upphaflega ættuð frá Svíþjóð. Sænskur læknir að nafni Hans Giljam og Preventive Media Sweden AB (PMAB) gáfu út geisladisk með reykleysisnámskeiði sem hét Dr. Smoke-Free. Sænska krabbameinsfélagið útvíkkaði þetta efni og skipulagði netnámskeiðið pepp.

Árið 2004 fengu Norðmenn leyfi Svía til að þýða og staðfæra síðuna. Norska krabbameinsfélagið útbjó norsku útgáfuna Opptur (www.slutta.no), meðal annars í samvinnu við Félags- og heilbrigðismálaráðuneytið í Noregi.
Norska Opptur-síðan var prófuð í mörgum stórfyrirtækjum árin 2004-2005. Reynslan var svo góð að norska krabbameinsfélagið og Félags- og heilbrigðismálaráðuneytið í Noregi fóru fram á að Opptur yrði endurbætt enn frekar þannig að hægt væri að bjóða öllum internetnotendum að nýta sér það ókeypis og meta gagnsemi aðstoðarinnar í framhaldi af því á enn stærri hópi en fyrr. Fjarlækningastöð (Nasjonalt senter for Telemedisin) Noregs stýrir nú þessu framhaldsverkefni og mati þar í landi í samvinnu við öll áðurnefnd samtök.

Árið 2006 fékk Lýðheilsustöð leyfi frá framangreindum aðilum til að þýða gagnvirku norsku útgáfuna af síðunni yfir á íslensku og nota á Íslandi.
Árið 2011 var Lýðheilsustöð sameinuð Landlæknisembætti undir heitinu Embætti landlæknis og heimasíðan heilsuhegðun.is fór í loftið 2014. Þá var allt efni reyklaus.is fært yfir á nýju síðuna ásamt ýmsu nýju efni. Markmið Embættisins er að tóbakshluti síðunnar heilsuhegdun.is verði, líkt og reyklaus.is, ókeypis tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á að hætta tóbaksnotkun, óháð búsetu eða efnahag. Einnig er von Embættisins að þeir sem að veita reykleysisaðstoð, hvort sem er í heilsugæslunni eða annar staðar, vísi sínum skjólstæðingum á síðuna. Með því móti getur fólk sem er að reyna að hætta tóbaksnotkun fengið stuðning þegar þeim hentar og þar sem þeim hentar.

Ráðgjöf í reykbindindi 800 6030 mun halda utan um tóbakshluta síðunnar fyrir Embætti landlæknis og svara fyrirspurnum notenda sem hægt er að senda á heilsuhegdun@heilsuhegdun.is