Áður en þú hættir:

1. Veldu tiltekinn dag þegar þú ætlar að hætta, gjarna tvær vikur fram í tímann.

2. Skrifaðu niður allar ástæðurnar fyrir því að þú vilt hætta.

3. Haltu skrá yfir allt tóbak sem þú notar, hvers vegna þú færð þér það og hvernig það bragðaðist.

4. Fækkaðu smám saman skiptunum fram að deginum sem þú hefur valið til að hætta.

5. Brjóttu upp eigin tóbaksvenjur, fáðu þér til dæmis lummu á öðrum tímum og annars staðar en vanalega.

6. Vertu tilbúin(n) með áætlun um hvað þú ætlar að gera þegar tóbaksþörfin gerir vart við sig.


Eftir að þú ert hætt(ur):

7. Hugsaðu sem svo, að þú ráðir við þetta. Þú hefur vald yfir tóbakinu, en ekki öfugt!

8. Þáðu stuðning hjá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum.

9. Hugsaðu til þess að eftir 2-4 vikur hættirðu að vera líkamlega háð(ur) tóbakinu.

10. Rifjaðu upp af og til hvers vegna þú vildir hætta.

11. Undirbúðu hvað þú ætlar að gera í staðinn fyrir að fá þér tóbak, þegar aðstæður verða erfiðar í lífinu.

12. Taktu einn dag í einu. Mundu að umbuna sjálfum/sjálfri þér!

2014_Tekk