Tölulegar upplýsingar
*með fyrirvara um mögulegar villur eða úreltar upplýsingar

Tíðni daglegrar neyslu neftóbaks/munntóbaks hefur aukist úr 1,9% 2012 í 3,4% 2015.


Dagleg neysla skipt eftir aldurshópum árið 2015:

 • 18-24 ára = 23% 
 • 25-34 ára = 7% 
 • 35-44 ára = 5% 
 • 45 ára eða eldri = 1% 


Árið (2012):

5,7% karla 18 ára og eldri nota tóbak í vörina daglega, 1,6% sjaldnar en daglega.

Flestir (74%) byrjuðu undir 20 ára.

Helmingur karla sem nota eða hafa notað tóbak í vörina fá sér tóbak 1-5 sinnum á dag, því eldri því oftar.

68,5% klára eina tóbaksdós (50gr) á 1 viku eða skemur.

31,5% klára eina tóbaksdós (50gr) á meira en 1 viku.


Dagleg neysla skipt eftir aldurshópum:

 • 18-24 ára = 15%
 • 25-34 ára = 13%
 • 35-44 ára = 4%
 • 45 ára eða eldri = 1%

 
17% þeirra sem taka í nefið, reykja líka.

26% þeirra sem nota tóbak í vör reykja líka.

Tölulegar upplýsingar
*með fyrirvara um mögulegar villur eða úreltar upplýsingar

Kostnaður samfélagsins:

 • Að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er tóbaksnotkun einn helsti áhættuþáttur krabbameins og á sök á 22% allra krabbameinsdauðsfalla í heiminum og 71% dauðsfalla vegna lungnakrabbameins.

Beinn kostnaður fyrir þann sem notar reyklaust tóbak:

 • Það kostar 98.800 kr.- á ári að nota eina tóbaksdós á viku. Eftir fimm ár eru það orðnar 494.000 krónur.
 • Skoða reiknivél sem sýnir kostnað tóbaksneytandans.