Þegar þú hættir að reykja getur það gerst að líkaminn mótmæli harðlega að fá ekki lengur nikótínið sitt. Margir sem hætta fá slæm fráhvarfseinkenni. Þessi einkenni eru verst fyrstu 2-3 dagana eftir að reykingum er hætt. Eftir 2-4 vikur eru óþægindin nánast alltaf alveg horfin.

 

Algeng fráhvarfseinkenni:

Pirringur og ofstopi

Depurð

Kvíði

Eirðarleysi og órói 

Einbeitingarleysi

 2014_Pirradur

 

Hér getur þú lesið meira um nikótínþörf, sálræna þætti og þær hættuaðstæður sem geta komið upp eftir að hætt er að reykja.