2014_ahrifreykinga

Nokkrar ástæður fyrir því að hætta að reykja

Því yngri sem þú ert þegar þú byrjar að reykja því meiri skaða verður líkami þinn fyrir þegar þú verður eldri. Hér eru sjö ástæður fyrir því að hætta að reykja og átta leiðir til að aðstoða þig við það.

1. Þú verður heilbrigðari og með betra þol þar sem reykingar minnka lungnavirkni.

2. Þú sparar! Sá sem reykir pakka á dag eyðir allt að 8.750 kr.- á viku í tóbak eða 456.250 kr.- á ári!

3. Þú munt líta betur út. Efnasambönd í sígarettum hamla blóðflæði um húðina. Reykingafólk hefur hrukkóttara og slappara andlit þegar það kemst á þrítugsaldurinn.

4. Að hætta að reykja er umhverfisvænt og hjálpar til við að bjarga jörðinni. Skógareyðing vegna tóbaksframleiðslu er allt að 5% allrar skógareyðingar í þróunarlöndum samkvæmt rannsókn sem birtist í BMJ.

5. Sá sem byrjar að reykja 15 ára er þrisvar sinnum líklegri til þess að deyja úr krabbameini en einhver sem byrjar eftir 20 ára. Lestu meira um tóbak og áhrif þess á heilsu hér: Heilsufar.

6. Því yngri sem þú ert þegar þú byrjar því meiri skemmdir verða á líkama þínum þegar þú verður fullorðin/n.

7. Að reykja ekki gerir þig strax meira aðlaðandi. Flestir kjósa t.d. að kyssa reyklausar manneskjur.

 

Átta leiðir til að komast í gegnum þetta

Fyrstu dagarnir eru flestum erfiðastir.

Þú vilt hætta, hvar byrjarðu?

 

1. Gerðu samning við góðan vin/vinkonu um að hætta. Kannski vill hann/hún hætta líka.

2. Það er mjög erfitt að hætta á viljastyrknum einum saman. Fáðu alla þá hjálp sem þú getur fengið. Nýttu þér heilsuhegdun.is og ráðin við að hætta. Einnig geturðu talað við starfsfólk í apótekum um það hvort nikótínlyf henti þér.

3. Reykingarfólk verður stundum pirrað þegar aðrir hætta þannig að búðu þig undir einn og einn leiðindapúka sem reynir að gera þér lífið leitt þegar þú hættir. Það er góð hugmynd að vera tilbúin/n með svar þegar þér er boðin sígaretta. Hérna eru nokkrar tillögur fyrir þig (en við erum viss um að þú getir líka fundið upp á einhverjum):

„Reykingar kosta mig 456.000 kr (pakki á dag) á ári! Ég ætla að hætta og kaupa mér nýjan síma eða tölvu / borga bílprófið / fara til útlanda fyrir peninginn.“

„Ég má ekki reykja í vinnunni og ætla að reyna að hætta.“

„Kærastinn/kærastan vill ekki kyssa manneskju sem reykir.“

„Ég er að taka mig á í íþróttinni sem ég æfi og verð að hætta ef ég ætla að verða alvöru íþróttamaður/kona.“

4. Undirbúðu þig fyrir erfiða daga fyrst eftir að þú hættir. Flestir segja fyrstu dagana langerfiðasta. Flest fráhvarfseinkenni ættu samt að vera horfin eftir fjórar vikur. Gott er að koma sér upp staðgengli fyrir sígarettuna þegar þú hættir.

5. Hefur þú áhyggjur af því að þyngjast þegar þú hættir? Vertu með hollt snarl við höndina til að komast yfir löngunina eins og eplabita, litlar gulrætur, popp, mintu eða tyggjó.

Lestu meira um það hvernig þú getur komist hjá því að þyngjast þegar þú hættir að reykja: Áhrif á útlitið

6. Fáðu stuðning fjölskyldunnar. Foreldrar þínir munu standa með þér. Ef þau vita ekki að þú reykir gætu þau fríkað út til að byrja með en ef þú segir þeim það munu þau gera allt til að hjálpa þér að hætta.

7. Haltu þig frá áfengi, kaffi, sykri og nammi þegar þú hættir. Rannsóknir hafa sýnt að þessar matartegundir (sérstaklega áfengið) getur ýtt undir sígarettuþörfina.

8. Mundu að það tekur um það bil mánuð fyrir nikótínþörfina að dvína. Taktu einn dag í einu og bráðum verður þú reyklaus það sem eftir er.

 2014_Sigarettaihnut

Reykingar á unglingsaldri - afleiðingar

Hvernig fer fyrir þeim sem byrja að reykja á unglingsaldri?

Ef þú byrjar að reykja á unglingsaldri, undirbúðu þig þá undir gular tennur, hrukkur og auknum líkum á að deyja snemma.

20 ára

Enginn tekur fyrsta smókinn og heldur að hann verði reykingarmanneskja en ef þú ert að fikta þá er auðvelt að verða háður. Flest fullorðið reykingafólk byrjaði að reykja á unglingsaldri og helmingur þeirra (á heimsvísu) mun deyja vegna tóbaksfíknarinnar – hóstandi, snörlandi og úr hjartaáfalli (fólkið er svo búið að borga fyrir þetta að meðaltali um 437.000 kr á ári miðað við einn pakka á dag).

Akkúrat núna koma reykingarnar þér í verra form, þú færð pínulitlar hrukkur í kringum munninn og tapar peningum. Sígaretturnar geta haft áhrif á kynlífið, ef þú ert kvenmaður getur næmnin minnkað og ef þú ert karlmaður geturðu fengið risvandamál.

30 ára

Reykirðu ennþá? Það er leiðinlegt.... algjör synd....
Sem reykingarmanneskja líturðu núna út fyrir að vera eldri en þú ert. Húðin þín, sem er súrefnissvelt, er grá og línur eru byrjaðar að myndast í andlitinu vegna reykinganna. Tennur þínar eru gular eða blettóttar og hárið á þér er líflaust og lyktar illa. Ef þetta er ekki nóg þá hafa öll eiturefnin líklega ollið því að þú ert með appelsínuhúð.

Þegar þú eignast börn verða hlutirnir erfiðari fyrir þig en þá sem reykja ekki. Frjósemi minnkar hjá konum sem reykja og líkurnar á að missa fóstur, fá leghálskrabbamein aukast sem og að lenda í vandræðum á meðgöngunni og í fæðingunni sjálfri. Einnig er meiri hætta á ungbarnadauða.

40 plús

Tíminn sem þú hefur reykt skiptir máli. Ef þú hefur reykt 20 sígarettur á dag í 40 ár er hættan á lungnakrabba um áttfalt meiri en ef þú hefur reykt 40 á dag í 20 ár.


Byggt á grein frá nhs.uk um reykingar á unglingsárum.