Öllum líkamanum líður betur þegar þú hættir að reykja

Þegar þú drepur í finnurðu breytingar til batnaðar í öllum líkamanum í orðsins fyllstu merkingu. Auk þess hefurðu meiri tíma en áður, meiri peninga, meira milli handanna – og meira að segja minnið er betra!

Þarftu fleiri röksemdir til að hætta að reykja eða ertu nú þegar búin(n) að ákveða þig!

Heilsuhegdun.is veitir þér persónulega leiðsögn í öllu reykleysisferlinu. Þú getur líka slegið á þráðinn hjá Reyksímanum 800 6030.


Það er aldrei of seint að hætta. Lífslíkur þínar aukast við að hætta að reykja óháð því á hvaða aldri þú ert. Heilsufarslegur ávinningur er ótvíræður eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.

Hætti fyrir: Ávinningur
20 mínútum Blóðþrýstingur og púls lækka og blóðflæði batnar, sérstaklega í höndum og fótum
8 tímum Súrefnismettun í blóði verður eðlileg og líkurnar á að fá hjartaáfall minnka
24 tímum Kolsýringur (CO) í blóði minnkar. Lungun byrja að hreinsa sig.
48 tímum Líkaminn er nú laus við nikótín. Lyktar- og bragðskyn batnar.
72 tímum Öndun verður léttari og úthald eykst.
2-12 vikum Blóðflæði í líkamanum eykst. Áreynsla og hreyfing verður auðveldari.
3-9 mánuðum Öndunarvandamál minnka (hósti, mæði og surg fyrir brjósti) og lungnastarfsemi eykst um 5-10%.
5 árum Hættan á hjartaáfalli hefur minnkað um helming.
10 árum Dregið hefur úr líkunum á lungnakrabbameini um helming. Líkur á hjartaáfalli eru nú orðnar álíka og hjá þeim sem aldrei hafa reykt.

 

Það er aldrei of seint að hætta. Lífslíkur þínar aukast við að hætta að reykja óháð því á hvaða aldri þú ert. Ef þú hefur nú þegar greinst með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma munt þú samt sem áður fá margs konar heilsubót af því að hætta.


Það er þess virði að hætta

Línuritið hér fyrir neðan sýnir hvernig lungnastarfsemi einstaklings sem reykir skerðist með árunum (rautt) samanborið við einstakling sem reykir ekki (gult) og hvernig lungnastarfsemi getur batnað við það að hætta að reykja (blátt).


2014_Lungnastarfsemi
Heimild: Bæklingurinn Hættu fyrir lífið, gefinn út af Krabbameinsfélaginu, Lýðheilsustöð og Landspítala háskólasjúkrahúsi (2006).