Tennur og munnhol

Tóbaksnotkun veldur því að tennur verða mislitar og jafnframt verður hættan á að fá tannholdssjúkdóma allt að sex sinnum meiri en hjá þeim sem nota ekki tóbak.

Tennur litast mun meira af reykingum en kaffi- eða tedrykkju. Hættan á tannholdssjúkdómum og tannlosi er þrefalt meiri hjá reykingamönnum en þeim sem reykja ekki.

Sýrustig og gerlagróður breytist í munni reykingamanna og það eykur á hættuna á tannskemmdum meðal þeirra.

Reykingar valda einnig andremmu og þær draga úr lyktar- og bragðskyni. Sá sem hættir að reykja tekur eftir að lyktar- og bragðskynið kemur tiltölulega fljótt aftur.

Lykt og bragð

Ef þú hættir að reykja batna lyktarskyn og bragðskyn fljótlega.

Þeir sem drepa í eru komnir með betra lyktar- og bragðskyn tveimur sólarhringum eftir að þeir hætta reykingunum. Það þýðir meðal annars að fólk þarf ekki eins mikið salt og fitu í matinn til að hann bragðist eins vel.

2014Kostir_gallar