Reykingar auka hættuna á að fólk fái sykursýki af gerð 2. Meðal reykingamanna, sem snúa sér að munntóbaki, verður hættan enn meiri samkvæmt sænskri rannsókn.


Yngra fólk greinist með sykursýki

Flestir sem fá sykursýki af gerð 2 eru orðnir fertugir og tíðnin eykst mjög með aldri. En æ yngra fólk fær þennan sjúkdóm.

Árið 2006 var unnin rannsókn á vegum Decode en þar kom fram að um 5.000 einstaklingar voru greindir með sykursýki af gerð 2 hér á landi. Talið er að fyrir hvern þann sem greindur er með sykursýki 2 séu 2-3 einstaklingar með sjúkdóminn ógreindan.

Sykursýki af gerð 2 er alvarlegur sjúkdómur sem á sinn þátt í að fólk fær aðra sjúkdóma í ofanálag, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma. Tóbaksnotkun eykur enn frekar hættuna á slíkum sjúkdómum. Sykursýki af gerð 2 á líka þátt í heilablóðfalli, nýrnabilun, blindu, fótsárum og aflimunum.

Þar á ofan auka reykingar insúlínþörf líkamans og vandræði af völdum sykursýki af gerð 2.

2014_sykursyki