Hversu vel eiga lýsingarnar hér á eftir við þig og reykingasiði þína? Skoðaðu hverja fullyrðingu hér á eftir og merktu í þann reit sem best á við þig. Að því loknu færðu svarið um hvers konar reykingamaður þú ert.

Skref 1

Ég kveiki mér í þegar mér finnst ég eiga það skilið
Það er notalegt að reykja og ég slaka vel á
Ég kveiki mér í þegar ég er reið(ur)
Það er nánast óbærileg tilfinning frá því að pakki klárast þar til ég er búin(n) að fá mér nýjan
Ég reyki ósjálfrátt og án þess að hugsa út í það
Ég reyki af því mér finnst ég eiga skilið svolítið hlé.

Skref 2

Ég reyki til að hressa mig við
Mér finnst gott að reykja
Ég kveiki mér í sígarettu þegar ég er niðurdregin(n) eða illa fyrir kölluð/kallaður
Mér finnst eitthvað vanta ef ég reyki ekki
Það kemur fyrir að ég kveiki í sígarettu án þess að taka eftir að ég er með logandi sígarettu í öskubakkanum
Ég reyki þegar mér finnst allt í mínus og þarf að fá svolitla uppörvun

Skref 3

Ég reyki til að halda þessu gangandi
Ég reyki aðallega þegar mér líður vel og er alveg afslappaður/afslöppuð
Ég reyki þegar ég er taugaóstyrk(ur) eða þegar ég vil gleyma öllum áhyggjum
Ef ég hef ekki reykt um tíma fæ ég alveg svakalega reykingaþörf
Það kemur fyrir að ég uppgötva að ég er með sígarettu í munninum án þess að muna hvernig hún komst þangað
Ég reyki þegar mér leiðist, þá gef ég mér góðan tíma til að kveikja í sígrettunni og horfa á reykinn þegar ég blæs honum frá mér

Niðurstöður

Hér fyrir neðan er útkoman úr prófinu. Yfirleitt reynist fólk samsett úr fleiri en einni gerð reykingamanna. Smelltu á eina gerðina til að lesa meira.

Sá sem reykir til að hressa sig viðNánar

Sígarettan hressir þig og örvar. Þú færð þér sígarettu þegar þér finnst þú eiga það skilið. Þér finnst þú lifna við þegar þú hefur kveikt þér í. Þekkirðu sjálfa(n) þig á lýsingunni?
Ef þú ert að velta fyrir þér einhverju í sambandi við þessa tegund reykingamanns geturðu slegið á þráðinn hjá Reyksímanum.

Sá sem reykir til að láta sér líða velNánar

Hjá þér er reykurinn endapunkturinn aftan við góða máltíð. Hann er notalegur og slakandi. Þú færð þér að reykja í góðra vina hóp og þegar þú átt ánægjulegt símtal. Sumir í þessum hópi reykja aðeins þegar þeir eru í veislu eða góðu boði. Þekkirðu sjálfa(n) þig á lýsingunni?
Ef þú ert að velta fyrir þér einhverju í sambandi við þessa tegund reykingamanns geturðu slegið á þráðinn hjá Reyksímanum.

Sá sem reykir til að róa taugarnar Nánar

Þú reykir þegar þú ert spennt(ur), taugatrekkt(ur), reið(ur) eða þegar þú kvíðir einhverju. Reykurinn er ráð til að taka á óþægilegum atvikum og uppákomum. Þekkirðu sjálfa(n) þig á lýsingunni?
Ef þú ert að velta fyrir þér einhverju í sambandi við þessa tegund reykingamanns geturðu slegið á þráðinn hjá Reyksímanum.

Stórreykingamaðurinn Nánar

Þú reykir mikið og ert mjög háð(ur) tóbakinu. Ef þú hefur gleymt að kaupa tóbak færðu fráhvarfseinkenni. Þú leggur iðulega út í langar og erfiðar ferðir til að útvega þér nýjar tóbaksbirgðir. Þekkirðu sjálfa(n) þig á lýsingunni?
Ef þú ert að velta fyrir þér einhverju í sambandi við þessa tegund reykingamanns geturðu slegið á þráðinn hjá Reyksímanum.

Sá sem reykir af vana Nánar

Þú gerir þér ekki alltaf grein fyrir þegar þú kveikir þér í. Sígarettan kemur upp úr pakkanum og fer upp í munninn algjörlega sjálfkrafa. Þú reykir mest af gömlum vana. Þekkirðu sjálfa(n) þig á lýsingunni?
Ef þú ert að velta fyrir þér einhverju í sambandi við þessa tegund reykingamanns geturðu slegið á þráðinn hjá Reyksímanum.

Sá sem reykir til að eyða sorgum sínum Nánar

Þú notar reykinn eins og sárabót þegar þú vorkennir sjálfum/sjálfri þér eða ef þér finnst þú þurfa svolítið hlé. Þú reykir líka þegar þér leiðist og situr og horfir á reykinn sem þú blæst út í herbergið í staðinn fyrir að finna þér eitthvað annað að gera. Þekkirðu sjálfa(n) þig á lýsingunni?
Ef þú ert að velta fyrir þér einhverju í sambandi við þessa tegund reykingamanns geturðu slegið á þráðinn hjá Reyksímanum.
Byrja aftur