Tölulegar upplýsingar
*með fyrirvara um mögulegar villur eða úreltar upplýsingar

 • 3% nemenda í 10. bekk á Íslandi reyktu daglega (2013). Það er mikil lækkun frá árinu 2000 þegar um 16% nemenda í 10.bekk reyktu daglega.
 • 14% Íslendinga á aldrinum 15-89 ára reyktu daglega árið (2012) en árið 2015 var hlutfallið komið niður í 11%. (2015)
 • 5% barnshafandi kvenna á Íslandi reyktu árið (2010).

Dagleg neysla árið 2015:

Karlar

-          18-24 ára = 9%

-          25-34 ára = 14%

-          35-44 ára = 12%

-          45-54 ára = 15%

-          55 ára eða eldri = 9%

Konur

-          18-24 ára = 5%

-          25-34 ára = 13%

-          35-44 ára = 9%

-          45-54 ára = 21%

-          55 ára eða eldri = 16%

Tölulegar upplýsingar
*með fyrirvara um mögulegar villur eða úreltar upplýsingar

Kostnaður samfélagsins:

 • Um 200 Íslendingar deyja árlega úr sjúkdómum af völdum  reykinga = einn Íslendingur annan hvern dag. (2013)
 • Tíunda hvert dauðsfall á Íslandi má rekja til reykinga. (2013)
 • Reykingar kostuðu íslenskt samfélag u.þ.b. 19 milljarða króna árlega samkvæmt rannsókn frá árinu 2000.
 • Árið 1939 tóku fyrst að birtast rannsóknir sem bentu til samhengis milli reykinga og lungnakrabba.
 • Yfir 80% allra lungnakrabbameina eru af völdum reykinga.
 • Að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er tóbaksnotkun einn helsti áhættuþáttur krabbameins og á sök á 22% allra krabbameinsdauðsfalla í heiminum og 71% dauðsfalla vegna lungnakrabbameins.

Beinn kostnaður fyrir þann sem reykir

 • Það kostar 456.250 kr.- á ári að reykja 1 pakka af sígarettum á dag. Eftir 5 ár eru það um 2.300.000!
 • Skoða reiknivél sem sýnir kostnað reykingamannsins.