Skráðu þig inn á mínar síður til þess að skrifa í dagbókina. 

Þar getur þú til dæmis skráð hjá þér hvernig gengur að hætta að nota tóbak eða við hvaða aðstæður er erfiðast að láta tóbakið eiga sig.

Þú getur sótt dagbók/tóbaksskrá á pdf hér.

Dagbókin kemur að góðu gagni dagana áður en þú hættir. Hér geturðu skráð hjá þér hvers vegna þú færð þér tóbak. Hvað olli því að þú fékkst þér tóbak einmitt á þeirri stundu sem þú gerðir það? Varstu nýbúin(n) að borða? Hringdi síminn? Varstu í uppnámi eða reið(ur)?


Skrifaðu líka hjá þér, hversu gott þér fannst tóbakið, í liðinn „bragð“. Notaðu kvarðann 1 til 5 þar sem 1 = ekki sérlega gott og 5 = mjög gott.

Gættu þess vel að vera alveg heiðarleg(ur) þegar þú færir inn í tóbaksskrána. Það hjálpar þér að skilja hvers vegna þú reykir eða tekur í vörina/nefið og að átta þig á tóbaksvenjum þínum. Það eru þessir siðir sem þú þarft að reyna að sigrast á. Haltu skrá yfir hvert skipti sem þú færð þér tóbak, hvenær, hvar og hvers vegna þú færð þér það og hvernig það bragðaðist. Var þetta sígaretta/lumma/pípa sem þú hefðir getað verið án?