Nikótínþörf

Allir sem hætta að nota tóbak eiga á einn eða annan hátt eftir að finna til nikótínþarfar. Það getur gerst fyrstu dagana eftir að reykingunum eða tóbaksnotkun í vör/nef er hætt en líka síðar. Besta ráðið til að vera viðbúinn þessu er að fara nákvæmlega yfir það í huganum hvernig maður ætlar að bregðast við þegar þörfin brýst fram. Það hjálpar líka að vita að tóbaksþörfin stendur sjaldan lengur en í 2-4 mínútur og að stórlega dregur úr þessum köstum strax fyrstu 2 vikurnar eftir að tóbaksleysið hófst. Engu að síður verður fólk að vera við því búið að tóbaksþörfin skjóti upp kollinum annað slagið fyrst um sinn, oft einmitt á stöðum og stundum þar sem tóbak var notað áður.

Um nikótínþörf

Það líða ekki nema 10 sekúndur frá því maður dregur að sér sígarettureyk þar til nikótínið er komið upp í heila. Þar losna úr læðingi efni sem hafa róandi eða örvandi áhrif. Það er...

Lesa meira

Hættuaðstæður

Það er snjallt að hugleiða hvaða aðstæður séu líklega varasamastar. Skrifið upp áætlun um hvað þið ætlið að gera í staðinn fyrir að reykja eða taka í vörina/nefið. Flestir lenda í ...

Lesa meira

Sálrænir þættir

Lengi eftir að líkaminn er hættur að hrópa á nikótín geta sumar aðstæður kveikt í fólki löngun til að reykja. Reykingaþörfin snýst sem sé um meira en nikótín. Lítið en skýrt dæmi u...

Lesa meira

Skyndihjálp við tóbakslöngun

Beindu athyglinni frá tóbaksþörfinni þar til hún gengur yfir. Rifjaðu upp allar þær góðu ástæður sem þú hefur til að vera tóbakslaus. Farðu í svolitla gönguferð. Líkamshreyfing er ...

Lesa meira

Fráhvarfseinkenni

Þegar þú hættir að reykja getur það gerst að líkaminn mótmæli harðlega að fá ekki lengur nikótínið sitt. Margir sem hætta fá slæm fráhvarfseinkenni. Þessi einkenni eru verst fyrstu...

Lesa meira