• Beindu athyglinni frá tóbaksþörfinni þar til hún gengur yfir.
 • Rifjaðu upp allar þær góðu ástæður sem þú hefur til að vera tóbakslaus.
 • Farðu í svolitla gönguferð. Líkamshreyfing er afbragðsráð þegar menn hætta að nota tóbak.
 • Tyggðu tannstöngul eða burstaðu tennurnar.
 • Bragð af sítrusávöxtum, piparmintu, mentóli og saltlakkrísi getur slegið á tóbakslöngunina.
 • Fáðu þér ávöxt, grænmeti eða sykurlausar sælgætistöflur að borða.
 • Fáðu þér vatnsglas að drekka, gjarna með sítrónusneið út í.
 • Vertu fyrri til en tóbaksþörfin. Ef þú finnur að hún er byrjuð að láta á sér kræla skaltu bregðast hart við.
  Reyndu að taka á móti af krafti. Ekki láta undan neikvæðum hugsunum.
 • Láttu tóbaksþörfina minna þig á að nú sért þú loks við stjórnvölinn á nýjan leik, að nú ráðir þú eigin lífi.
 • Hringdu í vin eða Ráðgjöf í reykbindindi 800 6030.
 • Mundu að tóbakslöngunarköstin verða ekki bara fátíðari heldur vægari líka þegar fjær dregur. Og í hvert sinn, sem þú stenst löngunina, eflirðu vald þitt yfir tóbakinu.

 2014_sjukrakassi

Langar þig í bara einn smók / eina lummu?

Mjög fáir ákveða beinlínis að fara að reykja aftur eða byrja aftur að nota tóbak í vör/nef, það gerist bara. Eiginlega er það bara ein sígaretta / ein lumma sem þú þarft að varast: sú næsta. Ef þú ákveður að stýra fram hjá henni heldurðu tvímælalaust áfram að lifa tóbakslausu lífi.

 Ákveddu að það sért þú sem hefur völdin!

 

Útvegaðu þér stuðningsmann

Þegar þú hættir að reykja þarftu að útvega þér stuðningsmann, einn eða fleiri. Það eykur líkurnar á að allt takist. Auk þess að fara að ráðunum, sem þú færð daglega frá www.heilsuhegdun.is/tobak, áttu að nota spjallsíðuna og gestabókina af miklum móð. Hjá Reyksímanum 800 6030 færðu persónulegar leiðbeiningar og upplýsingar ókeypis. Notfærðu þér tækifærið. Ef þú vilt geturðu samið um að reyndir leiðbeinendur fylgist með þér í heilt ár eftir að þú hættir. Vanalegur þjónustutími er klukkan 17-19 alla virka daga. Þú getur líka sent tölvupóst með því að smella á tengilinn neðst á síðunni.