Hér skráir þú þig til þess að fá aðstoð við að losna við tóbakið!

Vertu viss um að hafa skráð þig inn á Mínar síður (Nýskráning) áður en þú skráir þig í aðstoð við að losna við tóbakið. Upplýsingarnar á Mínum síðum eru einungis sýnilegar þér. Persónuupplýsingar um notendur eru ekki nýttar í öðrum tilgangi en að virkja aðgang og senda staðfestingu á netfang. Þú munt fá senda reglulega tölvupósta. Heilsuhegdun.is mun ekki nýta sér upplýsingar, myndir eða annað eða deila einhverju í þínu nafni veljir þú að skrá þig á síðuna í gegnum Facebook.

Þegar þú skráir þig á námskeið í tóbaksbindindi færðu nokkrar spurningar sem þú þarft að svara. Það er mikilvægt að þú svarir eins satt og rétt og þú getur því þessar spurningar eru liður í því að hjálpa þér til að hætta. Þegar innskráningunni er lokið geturðu farið inn á Mínar síður og byrjað að skoða námskeiðið að eigin vild.

Námskeiðið á síðunni hefst á tveggja vikna undirbúningsskeiði áður en sjálfur lokadagurinn rennur upp. Gættu þess að muna eftir þessum dögum þegar þú ákveður þann dag sem þú vilt hætta. Góður undirbúningur auðveldar fólki að losna undan tóbakinu. Þennan tíma er til dæmis gott að nota til að hugleiða vandlega mikilvægustu ástæðurnar fyrir því að þú vilt verða tóbakslaus, útvega þér nikótíntyggjó eða fara að einhverjum öðrum undirbúningsráðum sem finna má á heilsuhegdun.is

Ef þú hefur nú þegar ákveðið að hætta að reykja eða taka í vörina/nefið en vilt aðstoð við að standa við þá ákvörðun, geturðu vitaskuld stokkið yfir undirbúningsskeiðið, valið þann dag sem þú hættir og byrjað námskeiðið miðað við það. Svo geturðu snúið þér að því að ræða málin og lesa um hvernig maður heldur sér tóbakslausum.