Upplýsingar

Nauðsynlegt getur verið að fá aðstoð við að hætta tóbaksnotkun.  Rannsóknir sýna að með stuðningi og fræðslu aukast líkurnar um allt að helming á að þér takist að hætta að reykja. Hægt er að hringja í Reyksímann 800-6030 og fá ráðgjöf við að hætta. Auk reyksímans og heimasíðunnar www.heilsuhegdun.is bjóða ýmsir aðilar og samtök upp á aðstoð með námskeiðum og reglulegum viðtölum.

Embætti landlæknis mælir ekki með neinum sérstökum námskeiðum en vill benda fólki á þá möguleika sem eru í boði. Einstaklingum er bent á að kynna sér efni og árangurssögur upp á eigin spýtur og taka ákvörðun í kjölfarið.

 

  • Heilsugæslustöðvar um land allt.

 

  • Miðstöð mæðraverndar í Reykjavík,  Sími 585-1400.

 

  • Þorsteinn Blöndal, heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Sími 585-1300.

 

 

 

 

 


 

Ef þú ákveður að nýta þér námskeið í reykleysi gæti verið sniðugt að kanna möguleikann á endurgreiðslu fyrir því t.a.m. frá stéttarfélögum.