Margir sem vilja hætta að nota tóbak eru ekki vissir um að þá langi nógu mikið til að hætta.

Sumir spyrja sig því eðlilega: Er þetta einmitt rétti tíminn til að hætta? Sumir, og kannski þú líka, svara þannig, að nákvæmlega rétti tíminn komi nú líklega aldrei. Engu að síður neyðistu til að taka ákvörðun ef þú vilt hætta endanlega. Sá sem situr bara og bíður eftir að öll atriði hnífsmelli saman getur þurft að sitja lengi.

Grundvallaratriðið hlýtur að vera að þig langar að verða tóbakslaus og þú hefur tekið ákvörðun um það. Það eitt að leggja í hann og fara að tilteknum fyrirmælum er hvatning út af fyrir sig.

2014_hlaupa_gulrot

Hvers vegna vil ég hætta?

Fyrsta skrefið til að styrkja löngunina er að hugsa vandlega um hvers vegna maður á að hættaað nota tóbak. Hvað græðir maður á því? Hvaða gleði fylgir því? Hvað losnar maður við með því? Hvað hættir maður að þurfa að óttast við það? Það er fyrirhafnarinnar virði að reyna að finna eins margar góðar ástæður og hægt er fyrir því að hætta. Þannig veltir maður málinu vandlega fyrir sér og veit hvað maður vill örugglega. Það hefur nefnilega komið í ljós að margir sem hætta fara eftir nokkurt hlé að finna sér afsakanir fyrir því að fá sér smá tóbak aftur.

Þegar söknuðurinn eftir tóbakinu kemur er léttara að minnast kostanna heldur en að muna hvers vegna maður vildi hætta. Þess vegna er mikilvægt að hver og einn finni sínar eigin ástæður og skrifi þær á blað eða í tölvu og gæti þeirra vel.

Skrifaðu hjá þér þínar eigin ástæður fyrir að þú vilt verða tóbakslaus.

Sestu niður í ró og næði, hugsaðu þig vel um og skrifaðu hjá þér ástæðurnar fyrir að þú vilt hætta. Reyndu að vera eins nákvæm(ur) og hægt er. Láttu þér ekki nægja að skrifa að þú viljir hætta vegna heilsunnar ef hin raunverulega ástæða er sú að þú óskir þess að bæta líkamsþrekið eða losna við áhyggjurnar af að fá krabbamein.