Mynd _0146971

Reyksíminn / Ráðgjöf í tóbaksbindindi – 800 6030

Hjá ráðgjöfum Reyksímans 800 6030 er hægt að fá persónulegar leiðbeiningar og ráðgjöf um allt tóbaksleysisferlið, allt frá því að stappa í fólk stálinu í upphafi til þess að leiðbeina um hvernig eigi að halda út og forðast bakslag.

Ráðgjafar reyksímans eru allir hjúkrunarfræðingar sem eru sérþjálfaðir í að aðstoða fólk við að hætta tóbaksnotkun. Auk þess hafa þeir rætt við marga sem hafa átt í erfiðleikum með að hætta og vita því vel um hvað málið snýst.

Reyksíminn er opinn milli kl. 17 og 20 á virkum dögum. Einnig er hægt skilja eftir skilaboð á símsvaranum utan opnunartíma eða senda tölvupóst á tobakslaus@heilsuhegdun.is og ráðgjafarnir hafa samband til baka.

Sjá nánar á heimasíðu reyksímans.